Síðustu helgi dreymdi mig að ég var að taka viðtal við Tammy Wynett á búgarðinum hennar. Hún var að spá í að selja hann. Sömu nótt í öðrum draumi var ég að taka viðtal við Elísabeth Taylor!!! Ekki furða að maður sé stundum alveg uppgefin þegar maður vaknar.
Annars dreymir mig sjaldan illa nú orðið. En þegar ég geri það dreymir mig nánast alltaf sama drauminn.
Mig dreymir að ég sé í skóla, stundum hönnunarnámi og stundum kerfisfræðinámi. Ég er að fara að útskrifast og er að fara í stærðfræðipróf og kemst að því að ég er ekki aðeins búin að gleyma að ég sé að fara í lokapróf í þessu fagi heldur hef alveg gleymt að læra heima allann tímann og stundum meira að segja gleymt að kaupa námsefnið og svo fer ég í einhverju panik að rembast við að læra heima og skil akkúrat ekki bofs - alveg tóm. Fer alveg í panik og vakna alveg miður mín.
Þegar ég var í kerfisfræðinni fór ég í lokapróf í einu faginu þar sem við fengum uppgefin 19 efni sem við ættum að undirbúa þar sem maður kæmi upp í einu af þeim. Ég undirbjó mig í 18, sleppti einu þar sem ég skildi ekki boru í því og hugsaði með mér að það væri lítill sjens(1:19) að koma upp í því en það var einhver rafmagnsfræði!!! Viti menn - kom upp í rafmagnsfræðinni, að sjálfsögðu og fór alveg í tóma þvælu og panikk í prófinu.Aldrei á ævinni ruglað eins herfilega, aumingja prófdómarinn hélt að ég væri að sturlast. Hef greinilega hlotið varanleg mein á sálinni eftir þessa upplifun fyrst ég er að dreyma þetta á nokkra ára fresti.Verið að minna mig á að alltaf vera samviskusöm eða eitthvað.
Fór annars að sjá Mamma Mia í gær. Rosa fjör og ég verð að segja að ég var alveg hæstánægð með hana Meryl. Hefur venjulega þótt vera frekar lítið fútt í henni en fannst hún alveg brilljant í myndinni. Og svo finnst mér hún líka fríkka með aldrinum, finnst hún flott að hún lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hún er. Glæsileg alveg hreint. Frábært að sjá í kvikmynd að konur komnar á vissan aldur geti enn skemmt sér og fíflast því mér finnst ég ekki sjá það nógu oft í amerískum myndum. Og svo fannst mér hárið á dótturinni þegar hún er að fara að gifta sig alveg æðislegt og mig langar að læra að gera svona í hárið á Sögu. En ég verð nú að viðurkenna að mér fannst hálf pínlegt að sjá sjálfasta James Bond brjótast út í söng!
Já svona er nú það. Fann þetta gamla og góða lag frá Kaupmannarhafnarárunum. Er að vona að það smiti út frá sér og veðrið hér fari aftur að komast í gott skap.Níd som jamækan fíning man!
Hipp hipp hipp barbabrella.
6 ummæli:
Óþægilegt að dreyma svona hvað ofan í annað og það um kerfis-og rafmagnsfræði.
En ég er sammála þér um Mama mia, hún var skemmtileg og ætla ég að taka hana um leið og hún kemur á DVD. Góða helgi, Helga og hafðu það gott.
Á eftir að sjá mamma mia en kannast við svona drauma...dreymir enn að ég sé að verað of sein í skólann í sveitinni þegar ég var lítil...tíhíí
Sæl Helga Dís,
flæktist hér inn á bloggrúnti, gaman að fylgjast með Hornfirðinum í útlöndum :-). Varðandi óundirbúna stærðfræðiprófs drauminn, þá er það eitthvað sem ég upplifi líka reglulega...alveg stórfurðulegur fjandi! Yfirleitt komið að prófi og ég uppgötva að ég hafi ekkert mætt alla önnina og reyni að finna leiðir til að redda því...svaka panik...hehe...
Bestu kveðjur úr Hornafirðinum,
Árdís
og mér fannst hann svo cool ad vera ad syngja.... ;)en frábaer mynd :)
Hæ hó, loksins loksins. Það var voða gaman að hitta ykkur aðeins. vonandi náum við lengri tíma saman næst. Gaman að sjá myndirnar hjá ykkur. kv. Anna Kannast við þetta með drauma og próf, ekki þægilegir draumar.
Gleymdi að óska þér til hamingju með Baltasar krúttlyng.
Skrifa ummæli