15.8.08

Grillaðir sniglar

Jéremías hvað ég er leið á rigningu og skýum og leiðinlegu veðri. Sumarið á Islandi var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, portugal svona sæmó,3 dagar hér góðir og svo ekki söguna meir. Rigning rigning og þrumur og eldingar. Sló niður einni hér í fyrradag snemma um morgunin. Krakkarnir voru að horfa á morgunsjónvarp og ég að klára að setja á mig andlit og allt í einu heyrist geisihár kvellur og svo fór rafmagnið. Þetta var eins og það væri verið að sprengja hér við hliðina. Hverfið varð meira og minna rafmagnslaust. Sem betur fer eyðilagðist ekki sjónvarpið eins og ég var hrædd um en afruglarinn er ónýtur og allar ljósaperur sem voru á þennan morguninn. Litlu síðar þurfti ég að keyra um gatnamótin hér og umferðarljósin voru að sjálfsögðu úr leik. Ég hreinlega lokaði augunum og vonaði það besta þegar ég keyrði yfir gatnamótin með umferð á báðar hliðar og engin ljós. Það slapp í þetta skiftið!

Annars HATA ég Íberíuskógarsnigilinn af ákvefð og á hverju kvöldi set ég upp gúmmíhanska og fer út í sniglaleit. Set þá svo í poka og salta og vupsi þeir hreinlega bráðna á nóinu. Húsbandið spurði um daginn hvort ég héldi að sniglar hefðu sársaukaskyn !! Hú givs a shjit svaraði ég og henti sniglapokanum í ruslatunnuna.MÉR GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMA HVORT ÞEIR FINNA TIL. Þeir eyðileggja allar plönturnar mínar og drepa önnur dýr.Mig grunar að einhverjir hafi grillast þarna um morguninn.

Saga var að hoppa á trambólíninu um daginn en henni finnst rosa gaman að sippa á því og mér fannst hún eitthvað óvenju hljóð svo ég fór út að tjekka hvað hún væri að gera. Þá var mín búin að binda saman á sér fæturnar og var að hoppa. Gat ekki haft læti því hana hefur grunað að þetta væri bannað. Hún var að leika Wendy í Pétur Pan eftir að Kaptein Krook var búin að binda hana.

Annars ELSKA ég pokakökur fyrir 7 ára afmæli. Gerði eina slíka með grænum kókos og fótbolltakölllum. Mikið er lífið léttara fyrir okkur heimabakarana eftir þessa miklu uppgötvun sem pokakökur eru.Auðvitað eru "ekta" kökur betri en 7 ára krökkum er alveg sama svo lengi kakan er sæt.

Jahér hvað ég get stundum skrifað samhengislaust!

Lag vikunar rólegt þennan föstudaginn. Það er með 16 ára drengsem vann í hæfileikakeppni hér á landi í vor. Hann er þokkalega góður að syngja.Þetta var live, sá það í tv en það er ekki alveg nógu góð gæði á videoinu á youtube og þessvegna ekki alveg samræmi milli myndar og hljóðs. En ekkert mikið samt.En það er allavegna alveg á tæru að þessi emo snáði getur sungið.

Góða helgi

7 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Saga og Eyjólfur ættu vel saman því hann gerir ekkert annað en að horfa á Pétur Pan. En hugmyndarflugið hjá þessum krökkum-að binda á sér fæturnar!!!:) Frábært.

Nafnlaus sagði...

hvað er pokakaka

Egga-la sagði...

Pokakaka er kaka sem er duft í poka sem maður bætir í vatni og olíu og vupsi kaka.

Egga-la sagði...

og hvaða nonni. er þetta?

Nafnlaus sagði...

Pokakaka er helv...gott orð, og samhengislaus pistlaskrif eru fín. Kær kveðja í bæinn. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

ég fæ hroll um mig alla þegar ég hugsa um þig í sniglaleit, ég ÞOLI ekki snigla. kv.Anna

Nafnlaus sagði...

aetli thetta séu sniglarnir sem svíarnir kalla "mördarsniglar" thad er sko nóg ad éta fyrir thá í mínum STÒRA gardi en vid höfum ekki séd marga ég held ad baedi their og allir ljótu "fästingarnir" hafi látid lífid í hitabylgjunum....ha ha ha gott á thá, geitungarnir hinsvegar höfdu thad af og eru ad gera okkur lífid leitt....
Insekts-kvedjur til Norge frá Sverige :)