1.8.08

Honey I'm back

Er einhver hér? Tek sjensinn á að einhver lesi þetta einhvern daginn.

Já sumarfríið búið þetta árið. Sumarleyfis annáll er á þessa leið:

Brullúpp hjá Óskari og núverandi eiginkonu! Fallegt og skemmtilegt - alveg eins og svona atburðir eigi að vera. Hægt að lesa meira um það hér og hér.

Hátíð á Höfn. Ágæt, endaði á að djamma ekki neitt því ég fór alltaf á mis við stelpurnar og það var smá fúlt. Hefði nú verið gaman að bregða undir sig betri fætinum í pakkhúsinu en geri það þá bara næst.

Hitti annars fullt af vinum og vandamönnum á meðan ég var á landinu og það var nátturulega voða gaman eins og alltaf. Það er alltaf það besta við ísland að hitta alla aftur. Hitti meira að segja gömlu Kvennó vinkonur mínar, sumar hafði ég ekki séð síðan í Kvennó nánast - 18 ár takk fyrir. Yndislegt alveg. EKKI hægt að segja það sama um veðrið en nenni svo sem ekkert að segja meira um það.

Baltasar hafði það alveg rosalega gott á Höfn og búin að eignast alveg fullt af nýjum vinum og bætt sig aðeins í íslenskunni. Hann þekkti alveg ótrúlega marga í bænum bæði börn og fullorðna enda er hann með eindæmum málglatt barn.Hann æfði fótbollta, sund og aðeins frjálsar og fannst æðislegt að geta verið svona frjáls eins og börn á Höfn eru. Fer pottþétt aftur næsta sumar.

Portugal alveg voða næs. Veðrið ekki alveg eins og var á kosið en ágætt samt en allt annað alveg topp. Borðaði t. d á þessum glæsilega stað og það án barna. Algjör draumur. Gistum meira að segja á hóteli eina nótt við hjónin - átti að vera voða rómó. Hef aldrei á ævinni séð verið á öðru eins hóteli. Rúmið var svo stutt að tærnar á JC stungust fram úr rúminu og ekki var skift um klósettrúllu á herberginu. Fengum bara eina hálftóma og notaða. Morgunmaturinn bara dapurlegur. Semsagt ekki fínt hótel en á aldrei eftir að heimsækja það aftur. Fórum líka í skoðunarferðir um svæðið og sáum geðveikan garð sem var eins og tekin úr álfaheimum. Var bara svekkt yfir að ekki vera í hvítum síðum kjól og með álfaeyru svona eins og álfadrottningin í Lord of the Rings. Hefði sko alveg smellpassað. Svo versluðum smá og höfðum það gott. Semsagt góðir dagar.

Er núna komin heim og farin að vinna - jeii. Heitara hér en í Portúgal. Geðveikar þrumur og eldingar kvöldið sem við komum heim. Alveg rosalega gaman að slökkva ljósin og horfa á þetta. Eldglæringar alveg útum allt. Sló niður 20 þús eldingum í Noregi á þeim sólarhring og hægt að sjá myndir af því hér.

Myndir úr sumarfríi hér.

Lag vikunnar er á sínum stað. Ætla að halda sumarfílingnum eitthvað áfram en svo ætla ég aðeins að breyta til með haustinu og velja líka róleg lög. Það er svo rosalega mikið til að flottum rómó lögum og ég vill endilega stuðla að föstudagsrómantík hjá ykkur.Hvað er betra á föstudagskvöldi en að sitja með maka sínum yfir einu vínglasi og spjalla um vikuna og hlusta á lag vikunnar!!! En þessa vikuna valdi ég eitt gamalt og gott sem er svona good feeling lag.



Góða helgi og endilega ef einhver les þetta - KVITTA svo ég viti að þú hafir verið hér.

6 ummæli:

kollatjorva sagði...

ég er hér og búin að vera hér á hverjum degin síðan þú fórst í frí..

Nafnlaus sagði...

èg kom líka vid oft á medan thú varst í fríi, bara svona til ad tékka ;)
Myndirnar af húsinu okkar eru á sídu Leu og Sögu á Barnalandi, kalladi albúmid Sjónarhól eitthvad komu myndirnar inn í vitlausri röd og svo verd ég ad fara ad setja inn fleiri! Ha det bra i värmen!
/eb

Nafnlaus sagði...

Ég var hér
Kv. Íris Gíslad

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er hér og búin að bíða eftir þér:) Gott að heyra að Íslandsdvölin var ykkur góð og gaman að heyra þetta með Baltasar. Hlakka til áframhaldandi föstudagspistla.Kveðjur.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, algjört möst að skoða föstudagsbloggið...frábært að hitta þig og þína loksins,allt of langt síðan síðast!!!!!!
kv Drífa

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta ég kíki alltaf reglulega inn á síðuna þína og hef gaman að. Bkv. Berglind