29.8.08

Stórafmæli á föstudegi

Mamma á 60 ára afmæli í dag. Hipp hipp húrra. Hér er mynd af henni með Sögu í lítilli byggð í Hardangerfirðinum.


Allavegna þá vil ég bara óska henni til hamingju með daginn og vona að hann verði ánægjulegur í alla staði. Á ekki eftir að heyra í henni fyrr en í kvöld.

Er annars ein í kotinu með krakkana þessa helgina. Húsbandið að fara í hjólakeppnina sína(hægt að sjá leiðina hér). Það er ætlunin að hjóla 91 km og það mest upp í mót. Ekkert smá stressuð en hann er ekki neinn ægilegur hjólagarpur svo ég bara vona að hann slasi sig ekki á þessi brölti.

Baltasar að fara að keppa í sínu fyrsta fótbolltamóti um helgina og krakkarnir að fara í sitthvora afmælisveisluna svo ég veit allavegna hvað ég verð að gera um helgina. Fyrsti leikurinn hjá Baltasar er að vísu ekki fyrr en 16:40 á laugardaginn svo við ætlum að fara á bæjarhátíð og spóka okkur þar fyrripartinn en það verður brjálað um að vera í bænum og um að gera að nýta sér það. Seinni leikurinn þann daginn er svo ekki fyrr en kl 19 svo þetta verður langur dagur.

Vill annars segja í beinu framhaldi af síðustu færslu að þrátt fyrir að Saga hafi alltaf farið snemma á fætur þá svaf hún nú yfirleitt vel á nóttunni. Það var bróðir hennar sem var vargurinn þar en hann vaknaði allt frá á klukkustundar fresti til 6x á nóttu alveg þangað til hann var þriggja og hálfsárs. Það var mjög óskemmtilegt. Sefur eins og steinn núna. Svo vel meira að segja að hann rumskaði ekki á aðfaranótt mánudags þegar glerljós sem hékk í ganginum við hliðina á þar sem hann sefur datt í gólfið beint á flísarnar og fór í milljón mola. Við hjónin vöknuðum bæði við þessi læti. Bara algjör heppni að enginn var í ganginum þegar að þetta gerðist því það voru glerbrot út um allt nánast - í duftformi. Það er ekkert eins skemmtilegt og að ryksuga klukkan fjögur á nóttu, maður vaknar allavegna vel!

Ákvað að velja lag þessa vikuna sem afmælisbarn dagsins á eftir að líka við. Rólegt og erkinorskt en mjög fallegt. Þetta er eiginlega hálfgerð þjóðlagatónlist eða svoleiðis.Er ekki í stuði fyrir stuðlag núna - ekki alveg komin í stuðgírinn svona fyrir kl 8 á morgnana.


Góða og blessaða helgi.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með mömmu þína og ef hún sér þetta: innilega til hamingju með afmælið:) Skemmtu þér svo vel á fótboltaleiknum og ég segi bara: ÁFRAM BALTASAR!!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ og til lukku með mömmu þína. Bestu kveðjur til hennar. Báráttukveðjur til Jans og Baltasars. Eigðu góða helgi. kær kv. Anna

Nafnlaus sagði...

Þetta hér á undan hljómaði eins og kveðjur í þættinum lög unga fólksins. hahhah... hann var sko frábær á sínum tíma