Vorum að tala um unglinga hér í vinnunni og fyrsta kærastann og hvað það var allt erfitt, allavegna fyrir suma.Það var allavegna frekar flókið fyrir mig. Fyrsti kærastinn minn hét Kalli(og heitir það trúlega enn nema hann sé búin að skifta um nafn). Við byrjuðum saman í kringum áramót þegar ég var nýorðin 14 ára. Við vorum búin að vera skotin í hvort öðru síðan um sumarið og vinir okkar mikið búin að reyna að koma okkur saman en aldrei gerðist neitt og það var nú trúlega vegna þess að ég var voða ung og ekki alveg tilbúin í "alvöru" samband. En það breyttist svo strax þegar ég náði þeim merka áfanga að verða 14 ára. Á gamlárskvöld gerðist loksins eitthvað á milli okkar og hann bað mig um að byrja með sér. Hverju svaraði mín? Jú ég sagðist þurfa að hugsa málið !!! Talandi um að láta ganga á eftir sér! Ég svaraði samt kvöldið eftir og við byrjuðum saman. Allt var svo formlegt í þá daga. Samband okkar stóð í ca 5 vikur sem mér fannst nú bara heillangt. Þetta var nú ósköp saklaust allt saman og sætt og stórfurðulegt svona þegar ég hugsa til baka!! Ef einhver man hvernig ég leit út þegar ég var 14 ára er það alveg deginum ljósara að ég var ekki beint nein Sophia Loren, með spangir, bólur og algjörlega rass og brjóstalaus og því áhugavert að vita hvað drengurinn sá við þessa gelgju. Það var samt snemma ljóst að þetta samband væri dauðadæmt. Ég var hreinlega of ung og vissi bara ekkert hvað ég var að gera. Var ekki búin að læra kúnstina að daðra og ekki gat ég haldið uppi gáfulegum samræðum við hann eða neina af vinum hans því ég var svo feimin. Eitt skifti vorum við heima hjá honum inni í stofu og ég var að leika mér með töfrateninginn(þennan sem allir áttu og enginn gat leyst) og svo fóru allir að sofa svo að við urðum ein í stofunni. Hann leit á mig með ástaraugum og spurði mig hvort ég vildi ekki setjast í fangið hjá honum, jú jú ég var alveg til í það. Hlammaði mér í fangið á honum og hélt áfram að reyna að leysa töfrateninginn! Já maður kunni sko lagið á strákunum í þá daga :-D Það var jafn erfitt að vera unglingur eins og það var gaman. Ansi er ég nú fegin að vera orðin fullorðin.Eftir ekki svo mörg ár á ég eftir að upplifa unglingsárin aftur í gegnum börnin mín. Er líka voða fegin að það sé ekki alveg strax.
Annars það helsta af okkur. Við Saga skelltum okkur á Disney on ice - prinsessusýningu á sunnudaginn var. Henni þótti svo gaman og var svo ánægð og þau voru nú voða duglega að skauta þetta Disneyfólk. Búið er að mála og setja veggfóður hjá Baltasar og ég held hreinlega að ég taki mynd af því þegar allt er komið upp. Voða fínt.Er svo að fara út að borða í kvöld með húsbandinu, bæði börn að heiman og svo erum við að fara í veislu með foreldrunum í bekknum hjá Baltasar á laugardaginn. Verður tapaskvöld og hlakka bara voða til. Semsagt nóg að gera. Vill svo enda þetta á að segja að maður á EKKI að bora í nefið rétt eftir að maður hefur meðhöndlað chili.Það er mér orðið ljóst!
Ég búin að taka mikilvæga ákvörðun. Fram að vori ætla ég bara að velja róleg lög hér á blogginu.Það eru svo mörg fín lög sem eiga það skilið að vera spiluð og föstudagarnir hjá mér eru svo gasalega rólegir á veturna svo að það passar ágætlega (brjálað stuð á sumrin!.Fyrsta rólega lagið var í miklu uppáhaldi þegar ég var í menntaskóla. O so very british. Elska byrjunina á því.
6 ummæli:
Þetta var sko skemmtilegt blogg og ég flissaði eins og gelgja þegar ég var að lesa. Skrýtið ég man ekkert eftir þessum Kalla. Kall greyið hefur ekki fengið mikla athygli. :)
Ég held samt að það sé skárra að fá chilli í nebbann en í augun. Ég var að búa til tandoori kjúlla með syni mínum (hanna er alveg sami matarkallinn og ég)hann stjórnaði kryddinu mjög vel. Allt í einu klæjaði hann voða mikið í augað og þú getur rétt ímyndað þér hvernig hann brást við.
Ohh þetta var skemmtileg lesning ! En ég segji eins og Bjarni ekki man ég eftir honum Kalla !
Góða Helgi*
ha ha ha hef einmitt lent í svona chilli uppákomum og thad skrýtna er ad madur skuli ekki laera eitthvad á thessu eins og thetta er nú vont :)
Hafud thad svo gott um helgina :)
Hälsingar från Sverige!
Bráðskemmtileg lesning!
Yndislegur pistill:) Hlammaðir þér í fangið á honum og hélst áfram með rubiks cube!!Snilld.
Eigðu góða helgi og til hamingju með bóndann á bóndadegi.
þetta var eins og skrifað frá minni unglingareynslu - álíka sakalust og dásamlegt! ég flýtti mér þó að ná í annann kærasta eftir þann allra fyrsta og sakleysið vék undarlega hratt frá. ég bið fyrir að okkar börn flýti sér ekki svona með að tapa æskunni sem við fáum ekki til baka - nógu lengi fáum við að vera fullorðin.
(lagið sem þú valdir er yndislegt, skil textann núna og ætla strax í það að sækja mér það á itunes...)
bestu kveðjur frá svanfríðar vinkonu sem læðist stundum hingað inn
Skrifa ummæli