16.1.09

Leiði gleiði!

Mér leiðist.Ég er haldin janúarleiða. Ég er leið á fötunum mínum og ég er leið á matnum sem ég elda og ég er leið á vinnunni minni og draslinu heima hjá mér. Stundum verð ég svona leið á öllu, allt virkar svo hversdagslegt og óspennandi. Getur aldrei neitt nýtt og spennandi gerst. Afhverju koma til dæmis aldrei geimverur og heimsækja okkur hér á jörðinni. Það yrði nú ekkert smá húllumhæ ef það gerðist. Eða að álfar hættu að vera ósýnilegir og maður kæmist að því að maður ætti sinn eiginn húsálf. Svona eins og Dobby í Harry Potter. Það væri líka svo nytsamlegt því hann þurkaði af og tók til og svoleiðis. Eða að það findust litlir Gizmoar(Gremlins) sem ekki yrðu vondir og dræpu alla þegar þeir yrðu blautir. Ég myndi alveg vilja eiga einn svoleiðis. Eða maður kæmist að því að Lord of the Rings væri byggð á sannsögulegum atburðum og Lína langsokkur líka. Og væri ekki gaman ef væri búið að byggja tímavél sem virkaði og maður gæti farið aftur í tíma einu sinnum á ári - í janúar til dæmis. Og væri ekki gaman ef einhver myndi byggja tiltektarvél - afhverju er eiginlega ekki búið að því fyrir löngu? Er alveg viss um að það sé vegna þess að konur taka meira til en karlar og er ég viss um að femínistafélög um allan heim séu mér sammála þar. Svo er ekkert nema hörmungar og kreppa í fréttunum þessa dagana. Afvherju er ekki hægt að ljúga í fólk öðru hverju og segja frá einhverju skemmtilegu í fréttunum í staðin. Væri ekki gaman að heyra: "Í fréttum er það helst að komin er pilla á markaðinn sem gerir það að verkum að fólk getur breytt sér í hvaða dýr sem er.Engar aukaverkanir er af þessari pillu og virkar hún í 15 tíma í senn. Pilla þessi fæst í öllum helstu verslunum og sjoppum."

Nei svona gerist aldrei. Verð víst bara að hangsa hér og láta mér leiðast aðeins meira og vona að vorið komi sem fyrst. Vorið já, það verður nú dejlig því ég er að fara til Parísar. Jamm, við hjónin keyptum okkur miða á sunnudaginn. Jan Chr. hafði sagt við mig "Eigum við að fara til Parísar" og ég sagði "já" og svo pöntuðum við miða. Ekkert vesen þar. Mikilvægt að hafa takmörk í lífinu og vita hvað maður vill. Þarf eitthvað að þurka rykið af kvennaskólafrönskunni minni sem var nú aldrei upp á marga fiska. Ætla allavegna að skrifa niður lista af mat á frönsku svo ég viti nú hvað ég er að borða. Nenni ekki að enda á að borða kálfabris eða hóstakyrtla eða eitthvað annað sem ég hef ekki áhuga á að smakka. Nósörí.Ekki það að ég sé neitt matvönd því ég borða snigla og annað álíka en helst ekki innyfli.

Ætlaði að finna leiðinlegt lag svona í tilefni þess að þetta blogg er á leiðinlegu nótunum en ég gat bara ekki valið hvaða leiðinlega lag það ætti að vera þar sem ég er meira upptekin af þeim skemmtilegu. Svo ég valdi gott lag. Eins og alltaf. Gvuð hvað ég er með góðan tónlistarsmekk!Gísli eiríkur helgi og allt það.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha thú komst mér allavega í gott skap med blogginu thínu :) Líst vel á tiltektarvélina.....
Annars held ég ad öllum finnist janúar svona hálf óspennandi svo ég fór og keypti mér svolítid af nýjum fötum thad er ennthá jólaútsala hér, svo núna sit ég allavega og er í flottum fötum thótt thad sé hundleidinlegur mánudur... hafdu thad gott!!

Nafnlaus sagði...

Vid förum til Hemsedal, thetta er 6 árid í röd med gömlu vinnufélögunum og alltaf jafn gaman :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

mér fannst þetta alls ekki leiðinlegt blogg:) góða helgi og vonandi kemstu úr leiðanum fljótt.

Nafnlaus sagði...

Mjög skemmtilegt leiðindablogg :) Tiltektarvél væri snilld, Gremlins mundi ég líka vilja eiga(ekki svona sem breytist í skrímsli samt). Breytipillan væri snilld, það væri gaman að geta verið t.d fugl í 15 tíma ha..............

Vona að lundinn fari að léttast :)

Nafnlaus sagði...

Gledilegt ár!!
Ertu ekki í islenska kórnum í Oslo?? Tannig ad vid hittum tig á kóramóti í Stockholmi 28/3??
Ingibjörg

Egga-la sagði...

Nei ég er ekki í kór, hvorki íslenskum né erlendum. því miður.