9.1.09

Árið !

Góðann daginn og gleðilegt ár. Hef ekki bloggað í heila eilífð og hef svo sem ekkert saknað þess. Var mikið að velta því fyrir mér að hætta þessu en svo finnst mér svo gaman að finna lög fyrir föstudagana að ég bíð með það um stund.Ætla kannski að brydda upp á einhverju nýju hérna á blogginu en er með svo mikið "braincloud" þessa dagana að ég get ekki klekkt út einni frumlegri hugmynd. Bíð líka með það!

Búið að vera voða næs í jólafríinu á Höfn.Hitti flesta sem ég hafði ætlað mér að hitta, lengi eða ekki eins lengi en svoleiðis er það bara. Höfðum það notalegt hjá p og m, sváfum út, borðuðum mömmu mat sem nátturulega alltaf er bestur. Og svo fór ég í fjölskylduboð sem er eitt sem ég sakna alltaf. Fullt af fólki, góðar kökur og þessir dýrindis brauðréttir sem maður fær bara á Íslandi. Lovely.

Baltasar finnst svo gaman á Hornó að hann spurði hvort við gætum ekki flutt þangað, nei sagði ég. Geturðu þá ekki bara náð í mig í sumar spurði hann þá! Svo við ákváðum að hann fær síðar meir að ganga í skóla á Höfn, kannski síðasta mánuð skólaársins eða svo, en ekki í ár samt. Það væri gaman fyrir hann. Saga var bara ótrúlega dugleg að tala íslensku. Núna er hún í sjónvarpinu á hverjum mánudegi í 6 vikur en það er verið að sýna heimildarmynd um Dissimilis og óperuna. Hún er nú ekki í neinu aðalhlutverki, maður sér henni bregða fyrir öðru hverju. Allavegna í fyrsta þættinum sem var í gær. Voða gaman að sjá alla sem maður þekkir þar á skerminum.

Erum að byrja að taka herb. hans Baltasar í gegn en hann er að henda út smástrákaherberginu sínu og er að fá strákaherbergi. Lavalampi, Ipod spilari og koja.Voða kúl allt saman.

Saga er farin að taka með sér gloss og spegill í skólann!! Já þessi blessuð börn eru víst að stækka. Ekki var ég nú samt svona mikil pempía eins og hún dóttir mín á þessum aldri.Algjör fyrirtíðargelgja.

Annars er ég með sár í nefinu og var með geðbilaðar harðsperrur nánast alla vikuna. Já þá vitið þið það.

Lag vikunnar er gamalt stuðlag. Rosa langt síðan ég hef heyrt það.Kemur mér alltaf í stuð og eldist bara svona þrælvel - eins og ég!!!!



Góða helgi.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hæ og gleðilegt ár og gaman að sjá blogg, ég var farin að sakna þín. Mér finnst sniðugt þetta með einn mánuð eða svo í skóla heima fyrir Baltasar.Vonandi er Noregur ekki á kafi í snjó eins og við hér. Hafðu það gott.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt Nýtt Ár ! Færð 10 fyrir valalag ... þetta lag var ég mikið búin að hlusta á !

Kveðja frá Þýskalandi - Guðrún

Iris Heidur sagði...

Hæ og takk fyrir síðast! Líst vel á lagið, Roachford...eða eitthvað svoleiðis held ég að bandið heiti, eða öllu heldur hét. Mínar gelgjur biðja að heilsa þinni og töffaranum á bænum. Er maður ekki orðinn unglingur þegar maður á svona lavalampa?..mér fannst það alltaf svakalega kúl.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár þú mátt alls ekki hætta að blogga stelpa.
Gaman að Balta skuli hafa litist svona vel á bæinn okkar :) kemur þú þá til með að láta hann í hendurnar á Gvendi ??
Hafið það gott
Bjarni