27.2.09

Kreppa

Það kom að því að kreppan næði Noregi og mínu heimili. Er að missa vinnuna. Staðan mín verður lögð niður og ég verð látin fara. Ég varð nú ekkert rosa hissa en hafði samt búist við að ef þetta gerðist yrði það nær sumrinu en þetta. 80% af tekjum fyrirtækisins koma frá auglýsingum og það verður nú að segjast að það hefur verið ansi lítið af þeim hjá okkur síðasta 1/2 árið. Hefði nú kosið að segja upp sjálf en satt best að segja er ég búin að vera óánægð þarna síðan í sumar en hefði samt þraukað. Maður veit ekkert hversu lengi þetta ástand varir og ég get þessvegna endað að vera atvinnulaus lengi og það er verra en að vera óánægður í vinnunni.Ég vona að ég eigi eftir að finna eitthvað flótlega en ég hef ekki áhuga á að vinna í fjölskyldufyrirtæki aftur og hafa son eigandans sem yfirmann.Það er mjög pirrandi oft á tíðum. En allavegna svona er staðan í dag, hætti að vinna í sumar og verð vonandi komin á skrið með eitthvað annað þá eða allavegna vel á veg. Á svona stundum kemur íslendingurinn upp í mér og ég segi bara "Þetta reddast!".

En annars bara veikindi enn og aftur, búin að vera heima alla vikuna með bronkítis og drulluslöpp en fékk á endanum pensilín og er að batna.

Síðustu helgi vorum við í hytte og á sunnudeginum hvarf heimasætan. Sú hafði ákveðið að fara í smá skíðatúr með hund frænku sinnar án þess að láta vita og þegar ég á endanum fann hana var hún búin að skíða 1 km. Ekki skemmtileg upplifun en hún var allveg sallarólega þegar ég spurði hvað hún hefði verið að gera. Jú hún hafði verið í göngutúr með hundinn. En mamma verður hrædd þegar þú ferð án þess að láta vita. Ó fyrigefðu mamma:-) !!


Lag vikunnar er með sjálfustu gæjunum í queen. Ekkert endilega besta lagið þeirra en ég heyrði þetta í útvarpinu um daginn og var alveg búin að gleyma þessu lagi sem ég hafði gaman af í den. Í þessu videoi er Freddie klæddur eins og risarækja með fjöðrum. Frekar furðulegt videó.


góða helgi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er viss um að þú finnur þér annað starf, og farðu vel með þig í afturbatanum. Kær kveðja. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Láttu thér nú batna um helgina, leidinlegt med vinnuna en thú finnur vonandi eitthvad betra í stadinn :)
Kvedja
ellen

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Einhvernveginn finn ég á mér að þú munir ekki verða án atvinnu lengi. gangi þér vel og vonandi batnar þér almennilega strax:)

Oskarara sagði...

Tek undir "þetta reddast mar" er bara ekki í nokkrum vafa.

Álfheiður sagði...

Láttu þér batna og gangi þér vel að finna nýja og skemmtilega vinnu!

Nafnlaus sagði...

Ekki gott að heyra með vinnuna en með hækkandi sól finnur e-h ennþá betra ! Ég er líka lasarus ... búin að vera meira og minna á þessu ári og virðist ekki ætla að ná þessum vírusum úr mér. Batakveðjur til þín.

Guðrún

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt að heyra með vinnuna þína, alltaf fúllt að ráða ekki sjálfur ferðinni. Ég efast þó ekki um að þú "reddir þér".
Kveðja af klakanum
Dísa frænka