23.4.09

Je Voyage à Paris aujourd'hui.

Síðustu getraun vann hún Álfheiður frænka mín á Egilstöðum. Flytjandi var að vísu hann Bjöggi okkar allra. Verðlaun vikunar eru þau sömu og í síðustu viku, val að eigin vali í næsta föstudagsblogg. Bara kommentera hér hvaða lag þú vilt.

Annars er ég bara á leiðinni til Parísar, á eftir og þessvegna valdi ég að blogga í dag. Veðurspáin fyrir helgina er nú svona og svona en þar sem engin veðurfrétt á netinu er með sömu spána ætla ég að vera við öllu viðbúin(nema snjó).Hlakka svo til.. ligga ligga lá.

Ferðin til Kristiandsand með Dissimilis var með eindæmum ánægjuleg og forvitnileg í alla staði. Hitti fullt af áhugaverðu fólki sem hefur gert mikið og gott fyrir fatlaða. Komst að því að þrátt fyrir að vera samtök sem vinna fyrir lífsgæðum fatlaðra er mikil valdabarátta í gangi og það gekk ýmislegt á þessa helgina. Komst að ýmsum leyndarmálum sem viðkoma fólkinu sem situr í stjórn þessara samtaka sem við foreldrar sjaldan heyrum um. Svo hitti ég alveg ægilega skemmtilega konu sem kunni smá íslensku. Þrátt fyrir að vera þroskahömluð kann hún fleiri tungumál, gat talað fullt spænsku, smá rússnesku og pólsku, ensku að sjálfsögðu og svo gat hún sagt smá á íslensku.Hún er í hljómsveit sem skemmti á laugardagskvöldinu og þvílíkt stuð á liðinu. Þau voru svona þrælgóð að allur salurinn var á iði. Mikið væri nú gaman ef fólk gæti farið að horfa á þennan samfélagshóp með opnari augum og sjá hvað munurinn á okkur er lítill. Þetta voru ósviknir skemmtikraftar og fólk fékk ekkert minna út úr að skemmta sér með þessari hljómsveit eins og að skemmta sér með hljómsveit með ófötluðum. Á heimleiðinni var svo haldin fundur og núna er búið að panta miða fyrir Dissimils hóp 25 september og förum aftur heim 30 september svo að nú verða allir að taka frá Mánudagskvöldið 28 sept og koma á sýningu í Borgarleikhúsinu og sjá þau. Ég vona að sem flestir komi.

Var að horfa á æðislega þætti frá BBC sem voru nú sýndir hér í fyrra en ég missti af þeim þar og keypti þá á diski. Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, mikið fannst mér gaman að sjá þessa þætti. Elska enskar myndir sem gerast á þessum tíma, ætla að lesa bókina líka. Hef ekki lagt í hana því ég hélt að hún væri jafn niðurdrepandi og "Fýkur yfir hægðir" sem ein af hinum Brontë systrunum skrifaði en hún er það ekki. Þetta var rómantík eins og hún gerist best á svo ægilega fallegri gamaldags ensku með alveg ægilega fallegum karlmanni í aðalhlutverkinu. Bara ljúft.

Þetta var svona bland í poka eins og venjulega. Ekki búin að heyra neitt hvaða lag Ellen vill svo að ég verð að velja lag sjálf. Byrja á eitís poppi sem ætti að koma öllum í stuð. Fannst þetta svo ægilega skemmtilegt þegar ég var með bólur og spangir. Takið eftir axlapúðunum.Bon week-end les amis!

p.s ekki getraun þessa vikuna vegna anna!

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er þér svo sammála Helga það sem þú segir með að fólk eigi að sjá hversu munurinn er í raun lítill.Fólk er svo hrætt og spéhrædd oft á tíðum að mér þykir það merkilegur fjandi.
En góða ferð til vúllí vú fransví biskví (manstu eftir þeirri bók) og skemmtu þér vel.Já-og gleðilegt sumar.

ellen sagði...

Góda ferd og alveg hreint ótrúlegt ad thegar madur loksins vinnur svona fín verdlaun, thá er allt of mikid ad gera í vinnunni til thess ad madur geti fundid flott lag, en "naest" thegar ég vinn thessi verdlaun, (mun sko nota 2 tíma muninn aftur) thá mun ég ekki klikka á thessu :)