29.5.09

Mikið var að vökvar mínir vættu þessa sál

Kennarinn hennar Sögu hringdi í mig í vikunni og sagði að nú færi að koma tími á að hafa samband við barnasálfræðinginn í skólanum því Saga er orðin tilbúin að fræðast meira um sjálfa sig og fá hjálp við að setja orð á þær tilfinningar sem eru að brjótast um í henni. Ég varð nú hálf stressuð verð ég að viðurkenna því þetta er tímabil sem flestum foreldrum fatlaðra barna kvíðir fyrir. Ég hef alltaf vitað að þessi dagur kæmi en var að vona að það væri aðeins seinna en málið er að hún er að vera meira og meira meðvituð um það að vera öðruvísi. Hún upplifir það ekkert rosa sterkt með sjálfa sig en er farin að spyrja um þau börn sem ekki eru eins klár og hún, afhverju Ída vinkona hennar kann ekki að tala og afhverju Thea önnur vinkonan sé svona og hinseginn. Hún hefur líka nefnt að hún sjálf tali skrýtið og spurt hvort augun á henni séu skrýtin svo að hún er farin að skilja og taka til sín það sem önnur börn finna upp á að segja við hana. Þessvegna er komin tími til að hún fræðist um sína fötlun. við höfum svo sem aldrei falið það neitt heima og tölum opinskátt og hátt um downs syndrom en hún hefur bara aldrei tekið það til sín og ég vill ekki segja henni það beint og þessvegna verður sálfræðingur látin vinna með henni. Þetta er þónokkuð ferli og ég er spennt að sjá hvað gerist. Við byrjum ekki á þessu fyrr en eftir sumarfríið. Þau verða 3 í skólanum hennar sem byrja á þessu í haust svo að það verður gott, bæði fyrir hana og okkur. En vá hvað mér kvíður fyrir.

Annars bara allt fínt. Er að fara til Stokkhólms á þriðjudaginn í 2. daga ferð með vinnunni. Svo er spáð þessari rjómablíðu um helgina, 28 og sól. Held að maður skelli sér í smá sólbað og svo kannski smá veiðimennsku með börnunum eða eitthvað. Ekki alveg tilbúin í strandlífið því sjórinn er nú frekar mikið kaldur enn, ekki langt síðan síðasti ísinn hvarf úr firðinum. Svo er ég farin að hlakka ægilega til að fara í sumarfrí.Það helsta af mér annars er að ég er að borða brauð með danskri spæjepölse, drekk appelsinujús úr fernu og hlusta á Jamie Cullin. Já þetta var nú eitthvað sem var gott að vita!!

Drífa vann síðustu getraun og valdi meira að segja lag svo að lag vikunnar er úr hennar lagabanka.Veit ekkert um það og hef aldrei heyrt það áður svo að ég get því miður ekki komið með neina gullmola um það.



bæó og góða helgi frá sunny Norway!

4 ummæli:

ellen sagði...

"Eltu mig uppi" med Sálinni.... keypti mér the best med Sálinni í fyrra 4 diskar, thetta er ekkert rosalega vinsaelt á mínu heimili, en alveg frábaer taka til músík!

Gott ad heyra ad Saga fái gódan studning í skólanum, ég get skilid ad thetta sé erfitt tímabil.

Annars segi ég bara góda helgi vid munum njóta sama hita og thid um helgina :)
og eigidi leid um Gautaborg thá erudi velkomin til okkar :)

ellen sagði...

og ég vil fá ad heyra eitthvad med Rod Stewart í naestu viku, bid líklega um Dollý naest......

Íris Gísladóttir sagði...

Trúi því að þig kvíði fyrir þessu ferli með henni Sögu, það er ábyggilega alltaf erfitt að uppgötva að maður er öðruvísi að einhverju leiti. Gott að fá stuðning með þetta og ég óska þess að þetta gangi allt vel hjá ykkur. Sá einmitt mynd af Sögunni þinni á forsíðu þroskahjálpar um daginn og grein eftir þig. Flott stelpa sem þú átt Helga.

Iris Heidur sagði...

28 stiga hiti!!!! Hvað er málið...mikið væri ég nú til að skreppa í eina laaaanga helgarferð til ykkar í blíðuna..en bansett kreppan.
Las greinina þína í Þroskahjálp, flott grein hjá þér Helga og auðvitað er Saga alltaf flottust og fínust!
Kveðja úr kotinu