Laugardagur:Fótbolltamót. Í matinn: kanelbollur
Sunnudagur: Dissimilsæfing frá kl 12-17. Í matinn: spagettí.
Mánudagur: Saga eyrnalæknir kl 16 og kl 17 gjafakaup handa kennurum. Í matinn: afgangar
Þriðjudagur:18-21 Opin skóli hjá Sögu með skólaslútti á eftir. Í matinn: kaldur fiskur(ekki sushi)
Miðvikudagur: Pabbi og Steinunn komu, Skólaslútt hjá Baltasar. Í matinn:salat
Fimmtudagur: Fara í matarboð. Í matinn: hlaðborð.
Föstudagur: 8 manns í mat og þau fá súpu.
Laugardagur: Generalprufa kl 16 á óperunni Jenný á Oscarsborg sem er eyja langt út í hafgapi, kl 19 sýning á óperunni Jenný. Heimferð með bát ca 2130-22 og klst keyrsla eftir það heim. Í matinn: verður sleppt þennan daginn.
Sunnudagur: Slappa af og skemmta Viggó. Í matinn: Grill(afþví að ég er búin að panta sól).
Næsta vika - alveg eins.
Vá hvað ég er farin að hlakka til að fara í sumarfrí. Búið að vera geðveikt að gera síðan um miðjan maí en eftir næstu viku fer þetta að róast. Sem betur fer. Skil ekki þetta æði að hafa sumarslútt á öllu mögulegu. Brjálað að gera í nýju vinnunni líka. Gaman gaman.
En sumarið er samt ekki alveg að standa sig svona veðurfarslega séð. Hey og húsbandið búin með vatnalistaverkið í garðinum. Erum búin að kaupa vatnaliljur og aðrar ónefndar vatnaplöntur. Svei mér þá ef ég hendi ekki inn mynd af þessu við tækifæri. Ekki allar konur sem eiga menn sem steypa vatnaverk í feng shui stíl. Núna þegar ég sit í garðinum mínum og þá heyri ég dálítin lækjarnið (svona á milli umferðarhávaða,slátturvéladrunum og fótbolltaöskrum drengjana í nágrenninu) og finn hvað ég er orðin meira Zen en áður!!!
Lag vikunar er óskalag frá henni Írisi og vildi hún heyra eitthvað með undrabarninu blinda. Hún sagði samt ekki hvaða lag hún vildi heyra svo ég valdi fyrir hana. Lucky girl! Annars verður þetta síðasta getraun sumarsins.
Goða helgi.
2 ummæli:
Hann klikkar aldrei Wonderinn! Vel valið :)
Svarti Pétur ruddist inn í bankann...Stuðmannalagið klassíska..ég vann!!
Mkv Skari bró
Skrifa ummæli