14.8.09

fjórtándi ágúst tvöþúsund og níu



Er eitthvað betra en að borða úti í góðu veðri, ég bara spyr. Þessi mynd var tekin síðustu helgi þegar við hjónakornin gæddum okkur á tapas og Sancerre og við nutum þess i botn. Sérstaklega afþví það hefur ekki verið svo oft síðustu 6 vikurnar að veðrið hafi boðið upp á svona lúxus. Það er búið að rigna slatta síðan í byrjun júlí og það eru þrumur og eldingar nánast á hverjum degi. Eina nóttina var svo mikið óveður að við vöknuðum öll við eldinguna sem lýsti upp herbergið og þegar fyrsta þruman kom hljómaði það eins og væri verið að sprengja upp húsið við hliðina. Þessar brjáluðu þrumur og eldingar voru beint yfir okkur, maður heyrði það greinilega og þetta varði í 10 mínútur. Eldingu sló svo niður í næsta hverfi og var hún svo öflug að húsveggurinn beygðist inn á við eftir ósköpin. Mér finnst einhvernvegin eins og sumarveðrið sé búið að breytast fullt á nokkrum árum. Svo las ég að vegna veðurfarsbreytinga má fólk búast við meiri ókyrrð í lofti. Mér finnst nú bara að það sé búin að vera grunsamlega mörg flugslys á síðustu mánuðum. Manni er nú eiginlega meira farið að gruna geimverur!!

Allavegna þá er maður komin á fullt í hversdagsleikan. Sonurinn var endurheimtur þessa vikuna og það 2 tönnum léttari og var það mikil gleði. Gaman að sjá kauða :-D Það var haldið upp á afmælið hans í gær, strákaafmæli og það var mikil gleði að hitta vinina aftur. Mamma og pabbi og Dagmar hans Óskars eru hjá okkur núna og það er alltaf gaman. Annars er ég búin að vinna í að verða 3 vikur og nóg að gera. Finn samt að ég er smá ryðguð á morgnana. Um daginn ákvað ég svona alveg á síðustu stundu, áður en ég fór í vinnuna að ég vildi vera með ilmvatn svo ég fór aftur inn á bað og tók flösku úr skápnum og spreyjaði á hálsinn á mér. Svo leit ég á flöskuna - gleraugnahreinsirinn hennar Sögu !!!

Er annars að fara í 2x40 afmæli hjá þeim hjónum Aldísi og Vidar á morgun og það verður ágætt að sletta aðeins úr klaufunum. Langt síðan maður hefur farið í almennilegt partý og svo verður haldið annað afmæli á sunnudaginn.

Lag vikunnar er skemmtilegt að vanda því ég er með svo ansi góðan tónlistarsmekk. Eitt gamalt uppáhalds.Var eiginlega í vanda að velja lag með þeim því ég alltaf verið veik fyrir gæludýrastrákunum. Held samt að þetta sé það besta.



Góða helgi

4 ummæli:

Íris Gísladóttir sagði...

já, þetta kemur fyrir besta fólk að vera ryðgaður á morgnana ;)
Mæli með því að þú fáir þér ilmvatn í flösku sem er mjög áberandi á litinn, nema náttúrulega það sé sérlega góður ilmur af gleraugnahreinsinum hennar Sögu ;)

Nafnlaus sagði...

ég er sammála það er fátt eins notalegt að borða úti, sérstaklega þegar það er svona rómantísk stund.Ég kannast við það að vera ryðgaður á morgnanna, hahaha...ég sé þig í anda uppgvöta hverju þú varst að sprauta á þig. kv.Anna

Guðbjörg sagði...

Takk fyrir síðast skvís. Frábærar myndir Helga mín, og huggó hjá ykkur hjónum, vona að þið hafi haft góðan tíma með P+M það er söknuður hér af Baltasar, komin sjálf til vinnu og lifið að komast í skorður(þar til Spánn kallar:) Bestu kveðjur Guðbjörg og co

ellen sagði...

Yndsleg mynd.... madur faer svona smá söknud í sumarid en ég er samt alveg ad komast í haustgírinn :)

Hafid thad sem best!