Er nú alltaf að hugsa um að hætta þessu bloggi en alltaf þegar ég er að verða búin að ákveða það man ég afhverju ég blogga. Það er til að viðhalda móðurmálinu á sæmilegu plani en ég finn þegar ég er ekki búin að skrifa á íslensku lengi svo að ég held að ég eigi ekkert eftir að hætta neitt á næstuni en finnst þó að ég skrif mín séu ansi mis áhugaverð. Ætla að reyna að bæta mig. Nóg um það.
Fínu sumarfríi er nú lokið. Það hefur ekki verið nein Mallorca stemning á veðrinu en fengum engu að síður fínt frí. Fyrst var farið í viku í bústað á jótlandi, við Odder nánar tiltekið og það var bara rosalega notalegt og bissí á sama tíma. Á þessari viku fórum við í Randers regnskog, Givskud Zoo, Himmelbjerget,Legoland, Aqualand, Aarhus bymuseum, heimsóttum Kristínu frænku til Aarhus og Hlíf vinkonu á vesturströndinni. Semsagt bara nóg að gera. Veðrið var svona og svona svo að það var ekkert varið í að hanga við bústaðinn og fundum okkur þar af leiðandi nóg að gera. Svo var farið í 3 daga til Samsö og það var bara ljúft. Komum svo heim og ég pakkaði sumarfötunum upp og haustfötunum niður og fórum til íslands. Það er nú bara svoleiðis að góða veðrið sem er alltaf í RVK greinilega á sumrin lætur sig hverfa þegar ég kem svo að flís og regnjakki er það sem ég tek með mér til íslands. Fórum beint austur og lét klippa mig stutt, já er orðin stutthærð loksins og ánægð með það. Kúldraðist á Höfn í viku ásamt börnum, ömmu og Viggó sem komu frá RVK til að vera með okkur og öllum hinum sem búa þar. Tók 3 daga í bænum í smá shopping og svo var farið heim að vinna. Búin að vinna núna í 14 daga að verða og lífið að komast í fastar skorður. Baltasar kemur heim á miðvikudaginn og það verður gaman. Sakna litla stráksins míns en mikið ósköp hefur hann samt gott af þessari árlegu dvöl sinni á Íslandi.Hann er að spá í að fara í skóla á Höfn næsta vor. Sjáum hvað setur.
Vanda þarf valið þegar er verið að velja fyrsta lag eftir frí. Það setur tóninn fyrir haustið og verður þarf að leiðandi að vera skemmtilegt. Hvað er betra en smá diskó til að dilla sér við á föstudegi.
kveðja frá wet wet wet norway!
6 ummæli:
Sæl frænka. sá slóðina þína á facebook - en ekki hvar?? :) Er búin að setja slóðina í favorites og ætla að fá að fylgjast með þér. Bestu kveðjur frá Egilsstöðum, þín frænka Helga Dögg
Velkomin aftur
Hann Baltasar kom með okkur Evu og krökkunum inn í Hjarðarnes um daginn. Hann fellur svo vel inn í frændsystkinahópinn að það er eins og hann hafi alltaf búið á Höfn :)
Kveðja
Dísa
Hæ takk fyrir síðast. Það var gaman að hitta ykkur aðeins. kv.Anna
Gaman að heyra frá þér aftur frænka!
Hlakka til að fylgjast með hér áfram.
ekki haetta ad skrifa.... svo gaman ad fylgjast med ykkur í landinu vid hlidina ;) hefdi nú verid gaman ad hitta ykkur á ìslandi en gengur bara betur naest ;)
Skrifa ummæli