Þegar ég var í 9. bekk var ég með svona týpíska eitís greiðslu. Sítt að aftan, topp og restin stóð stífbein út í allar áttir. Hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig mér tókst eiginlega að fá hárið á mér til að standa svona út en var minnt á það í sumar að við blésum á okkur hárið um leið og við spreyjuðum hárspreyi í lítratali á makkann. Ég hef greinilega verið í afneitun fyrst ég man ekkert eftir þessu, kannski afþví ég hlýt að hafa eytt ansi miklum peningum í hársprey á þessum árum. En eitt man ég og það er að ég var aldrei neinn morgunhani á þessum árum. Hægt að kalla mig flest annað en það. Og hvað gerir maður þegar maður er með svona krafstóra klippingu. Jú, ég átti stóran fjólubláann trefill sem ég hreinlega batt utan um hausinn á mér á morgnana. Maður bara reddaði sér, ekkert vesen enda mikill kostur fyrir mig að ekki vera meiri pempía en ég var. Svo man ég nú ekki hvort ég greiddi mér í hádeginu eða beið bara fram á kvöld því það var nú einhvernvegin þannig að það var mikilvægara að vera vel tilhöfð á kvöldin. Ég verð nú bara alveg að viðurkenna að ég vildi stundum óska að ég gæti mætt í vinnuna með trefil vafðann um höfuðiði til að sleppa að blása og greiða á morgnana. Annars er frekar hár beib faktor hér í á deildinni. Hinar tvær sem vinna með mér eru alltaf með geðveikt mikið af stórum skartgripum og svo tipla þær um á hælum á meðan ég er meira fyrir þessa lágbotna. Nenni ekki að vera dettandi út um allt. En ég er með smartari klippingu en þær!
Annars bara allt við það sama. Mikið að gera í vinnunni og utan. Um helgina er fótbolltamót hjá einkasyninum, bæjarhátíð og svo erum við Saga að fara í sjónræningja-dagsferð á sunnudaginn ásamt 58 öðrum sjóræningum. Með og án Downs heilkenna. Ef ekki er stuð í þessum árlegu sjóræningjaferðum þá veit ég ekki hvað. Alveg makalaust hvað einstaklingar með Downs eru miklir sjóræningjar í hjarta. Veit um eina sem bað um sjóræningjabúining á 24 ára afmælinu sínu. Sjippoghoj.
Lag vikunnar er í rólegri kantinum. Sá yndislega mynd um daginn(Once) þar sem þetta lag var flutt. Komst að því svo að það vann Óskar fyrir besta lag í kvikmynd árið 2007. Held barasta að ég hafi aldrei verið með verðlaunalag hér á blogginu fyrr en í dag. Sko mína!
Farið vel með ykkur og ekki gleyma að bursta. Góða helgi.
3 ummæli:
Arrr-bið að heilsa sjóræningjanum:)
Ég man eftir hárgreiðslunni þinni OG fjólubláa treflinum.Ég man líka eftir að ég kom með mömmu í heimsókn heim til þín og þú fannst eitthvert band-fjólublátt á litinn-í plastpoka og þú tókst það og bast það um úlnliðinn á þér og mér fannst það svoooo töff:)
Takk fyrir að minna mig á að bursta!
Kv. Álfheiður
bursta.... hér greidum vid okkur BARA med lúsarkambi eins og venjulega á thessum árstíma... mikid hlakka ég til fyrsta ársins sem vid ekki fáum lús ;)
Skrifa ummæli