21.8.09

Morning!

Í Aftenposten í dag stendur að hér í Noregi eru 227 konur sem eru yfir 100 ára og aðeins 45 menn. Í sama blaði stendur að stúlkubörn séu sérstaklega óvinsæl í Indlandi og sé þeim oft eytt í móðurkviði ef komist er að því að kona gangi með stelpu eða þær ættleiddar eftir fæðingu. Þetta viðgengst í öllum stéttum samfélagsins. Þetta er farið að valda ójafnvægi í samfélaginu og er orðin hörgull á konum á giftingaraldri á einhverjum svæðum þar. Ég get ekki annað en velt fyrir mér að eftir um það bil 80 ár verði kannski ekki til neitt gamalt fólk í Indlandi fyrst karlar lifa svona miklu styttra en konur og konur verði nánast útdauðar eftir svo mörg ár eftir kynjahreinsun.

Annars bara allt fínt. Mikið að gera í vinnunni og að komast í rútínu eftir sumarleyfi. Krakkarnir byrjaðir á heimalærdómi á hverjum degi og bara fínt að komast í rútínu. Á okkar heimili gengur all svo miklu betur ef eru fastir liðir eins og venjulega á hverjum degi. Sparar grát og gnístran tanna oft á tíðum en tekur smá tíma að venjast þeim aftur. Mamma, pabbi og Dagmar að fara í dag eftir að hafa verið hér í rúma viku. Verð nú að viðurkenna að það er skemmtilegra að hafa gesti þegar maður ekki er að vinna fulla vinnu. Þá er hægt að gera eitthvað með gestunum annað en að elda og borða og henda sér dauðþreyttur fyrir framan imbann á kvöldinn. Sakna stundum að vera í 80% starfi eins og ég var hér áður fyrr.

Hef því miður ekki tíma til að skrifa meira í þetta skifti en ég á að skila verkefni í dag og þarf á hverri mínútu að halda. Túrílú.

Ekki svík ég um föstudagslag þrátt fyrir tímaþröng. Algjört gúmmífjés þessi.Aldrei séð hann áður og svo sem ekkert saknað þess.Góða helgi.

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er svo mikill þulli að ég ýtti aldrei á enter eftir að hafa skrifað kommentið kom svo aftur í heimsókn og þá var bara ekkert. Ég var að lesa minningar Barböru Walters um daginn þar sem hún skrifar um heimsókn hennar til Kína sem fréttamaður í liði R.Nixons. Túlkur hennar þar var 31 árs gömul kona sem var eins svipbrigðalaus og köld og hugsast gat.Hún átti 2 1/2 gamla dóttur sem hún sá bara um helgar því dóttirin bjó á dagheimilinu.Það er ótrúlegt hvað heilar þjóðir geta verið kaldranalegar og ómannúðlegar gagnvart þegnum þess-ég held ég venjist því aldrei.

ellen sagði...

god morgon....
vid erum rétt ad komast í rútínu thví hér byrjadi skólinn í gaer. Vi héldum svo upp á thad med thví ad fara út á strönd og grilla um kvöldid, ég reyni ad halda í "semester (ferie) känslan" eins lengi og ég get thótt ég sé ad vinna ;)