Þá er vel heppnaðri og skemmtilegri ferð lokið. Allir þáttakendur voru mjög ánægð með dvölina á Íslandi og sýningin gekk vonum framar. Held ekki að allir áhorfendur hafi átt von á þess konar sýningu en mig grunar að það finnist ekki hópar af þessari gerð á Íslandi þar sem svona margir á mismunandi aldri taki þátt í sömu sýningu. Ekki er verra heldur að Dissimilis eru góð í að hanna og sauma búninga. Var á ráðstefnu á mánudaginn og þar var einmitt verið að tala um hversu mikilvægt er að hafa góða umgjörð fyrir hópa af þessu tagi en Dissimilis eru alltaf góð í því. Annars var stíft prógram hjá okkur og svo mér. Náði smá vinkonu hittingi og fjölskyldu hittingi en var annars á fullu. Er eiginlega enn hálf þreytt eftir þessa ferð því að vakna kl 4:15 og fara í flug gerir mann þreyttan og ekki talandi um ef maður hefur svo ekki komið sér í bælið á almennilegum tíma frá ég kom heim. Keypti mér nýlega bók eftir Arnald Indriðason og fór að lesa hana og þá er bara ekki sofið. Svoleiðis er það.
Húsbandið er að fara á sitt fyrsta skytterí um helgina. Er að fara til þrándheims á rjúpu. Kannski bara að hann veiði eitthvað. Maður kannski lærir að elda rjúpu. Svo er tengdó með stórt land í svíþjóð þar sem hægt er að veiða elg og fleira en húsbandið þykist ekki vilja veiða svona stór dýr. Kjaftæði segi ég við hann, "vertu nú svolítið matsjó og veiddu einn elg fyrir konuna þína!". Eða hann getur líka veitt héra og skógardúfur þar. Vildi samt hels að hann færi á gæs. Veit ekki hvar maður veiðir svoleiðis hér í þessu landi, sendi hann bara á Höfn á gæs með Óskari bróður næsta haust. Hef mikil plön um að læra að elda villibráð.
Annars ekkert, þreytt og syfjuð núna kl 7 23 á föstudagsmorgni. Það er orðið svo dimmt og kallt á morgnana og það var hrím á bílnum í morgun. Verð að horfast í augu við þá dapurlegu staðreynd að það er að koma vetur. Ég er meiri svona haust, vor og sumarmanneskja. Veturinn í Köben var alveg við mitt hæfi. Rigning og rok.
Er ekki við hæfi á þessum kalda föstudegi að velja eitt gamallt og gott.
Góða helgi.
6 ummæli:
Það hlýtur að vera gott að vera komin heim eftir svona vel heppnað ferðalag og sýningu sem var frábær.
Meiriháttar tilfinning þegar sýningargestir stóðu upp í lokin og klöppuðu eins og stórstjörnur væru á sviðinu enda má alveg segja að það hafi verið. Og Saga prímadonna sendi fingurkossa í allar áttir og hneigði sig eins og maður sér þessar stóru gera. Svo líka gaman fyrir mig að komast nær þessu fólki sem ég hef hingað til bara séð á sviði og sumt ekki því þau hafa verið baksviðs eins og forleldrarnir og aðstoðarkonurnar.
Kveðja og knús,
Gott ad altt gekk vel á Islandinu.
Elgur er gódur ,ég mundi senda hann á veidar til Sverige
KV Ingibjörg
Frábært að allt gekk vel!Væri svo til í að sjá heimildarmynd um hópinn (já eða bara þig;). Hafið það gott og vonandi nærðu upp svefni.
Frábært að ferðin gekk vel. Hér er líka komin vetur, ansi kaldur vindur núna og fjöllin orðin hvít. Jörð var alhvít hér í gærmorgun en sem betur fer var rigning búin að eyða því fyrir hádegi.
Þetta er önnur ferð hans JC á rjúpu hann kom með mér einhverntímann rétt fyrir aldamót, og skaut allavega eina rjúpu þá. Líst vel á kallinn er til í að fá hann á gæs með mér, ég get þá kannski tjúnað hann upp í elgsveiðar, ég skaffa vopnið hann staðinn. Er einmitt að fara á gæs um næstu helgi, segðu honum bara að skella sér.....kveðjur Skari bró og Co!
Þetta er gott að heyra, en ekki sá ég stafkrók um sýninguna í fréttum! Sennilega of jákvætt fyrir fréttasnápana. Sá einu sinni sýningu með breiðum aldurshópi frá Sólheimum, og hún situr í hjarta mínu það sem ég á eftir ólifað. Hjartanlega til hamingju þið mæðgur og annað gott fólk. Kv. Gulla Hestnes
Skrifa ummæli