Gjörðu svo vel:
Það var einu sinni grásleppukarl
sem að átti grásleppuskúr
og ég þekkti þennan grásleppukarl
hann átti lítinn grásleppuskúr.
Mamma, mamma gefðu mér grásleppu
mamma, mamma því hún er svo góð
mamma, mamma mig langar í grásleppu
mamma, mamma því hún er svo góð.
Var að hlusta á Bylgjuna í gær og þar var verið að tala um grásleppukarla og viti menn poppaði ekki þetta lag inn í heilann á mér og sat sem fastast allan gærdaginn. Já svona getur fréttaflutningur haft áhrif á mann.
Verð nú að segja frá einni mömmunni í bekknum hans Baltasar. Hún er stelpumamma og þar af leiðandi hef ég ekki talað við hana svo oft en svo var partý hjá okkur foreldrunum í janúar og ég lenti á spjalli við hana. Hún var að spyrja um Sögu og ég sagði aðeins frá henni. Þá fór hún að segja mér frá stelpu sem er í bekk með eldri dóttur hennar. Foreldrar í þeim bekk voru nýbúin að fá að vita að það væri stelpa i bekknum sem var að fá greininguna "með heilaskaða"(veit ekki hvað þetta kallast eiginlega á íslensku). Og svo segir konan"Já ég var nú alltaf búin að sjá það á henni því hún er svo heimskuleg í útliti. Ég meina maður gat alveg séð á augunum á henni að hún er heimsk". Ég varð hreinlega alveg kjaftstopp og fannst þetta svo ömurlegt að segja svona að ég bara fór. Hafði ekki einu sinni rænu á að segja við hana að svona segði maður ekki um heilaskaddað barn,eða bara nokkuð barn.
Nokkrum vikum seinna var mömmuhittingur og ég lenti því miður við hliðina á henni. Ákvað nú að vera kurteis og spurði hana hvaða stelpur í bekknum dóttir hennar léki sér mest við. Og hvað haldiði að konu fíflið segi. "Ja það eru ekki svo margar stelpur sem hún getur leikið sér við því flestar stelpurnar í bekknum eru annaðhvort útlendingar eða taper(looser á ensku) svo að hún leikur sér við eldri stelpur". Ég átti ekki orð, hver segir svona um 8 ára gamlar stelpur. Meiri andskoti hvað fólk getur verið .... en þessi kona gerir sér enga grein fyrir því að það að vera með þroskahömlun er ekki það sama og vera heimskur og litlar stelpur eru ekki lúserar. Það er hún sem er heimsk og lúser að segja svona.Stundum verður maður bara alveg bit á fullorðnu fólki.
Jæja pæja og gæja! Best að henda sér í sveiflu. Smá rokkabillí fílingur en mér finnst þetta eiginlega ansi skemmtileg útgáfa af þessu lagi. Fer í svo gott skap. Swing baby.
Ljóða helgi.
7 ummæli:
Veistu, þetta lag kom mér ekki í gírinn eftir lesturinn. Gæti haldið langa ræðu um þessa heimsku konu, en sendi bara kærastar yfir. Gulla
Það er náttúrulega ekki í lagi með sumt fólk!
ahahah þetta er nú bara fyndið og segir margt um þessa mannvitsbrekku sem þessi kona er :)
ég kalla þig góða að halda andlitinu, ég hefði sjálfsagt sprungið úr hlátri og spurt hana hvort hún væri ekki að djóka.
Risaknús á þig krúttið mitt
Já góðan daginn!! Ég hefði eflaust haldið að það væri falin myndavél einhvers staðar. Ekkert lítið fordómafull!
Bið að heilsa í kotið:)
Ég á ekki til eitt aukatekið orð.Þessi kona fær rækilegt spark í rassgeðið einn daginn.Það ættu að vera einhver námskeið haldin fyrir fólk eins og hana,svei mér þá.
ja hérna hér, segi ekki meir!
já thad er ótrúlegt hvad fólk getur verid látid út úr sér.... en hugsadu thér ad vera svona heimsk, hlýtur ad vera erfitt líf!
Annars er ég alveg ad haetta ad hlusta á Bylgjuna, heyri ekki talad um neitt annad en Icesave thar.
Hafid thad sem best tharna í landinu vid hlidina !/ellen
Skrifa ummæli