7.5.10

Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.

Fékk þetta netta sjokkið á þriðjudaginn. Þá var tilkynnt í útvarpinu að þann daginn væru 25 ár frá að Bobbysocks unnu Júróvisjon með La det svinge. Góðann daginn, ég man bara þennan tíma eins og það hefði verið í fyrra. Það þyrmdi yfir mér þegar það rann upp fyrir mér að ég er ekkert sérstaklega ung lengur. Ég er fjandakornið að nálgast það að vera miðaldra. Og ég er ekki einu sinni orðin fullorðin, svona almennilega allavegna. Eða kannski er ég bara ekki eins þroskuð og maður hélt á þessum Bobbysocks árum að ég yrði um fertugt. Og það sem mér fannst mamma vera ellismellur þegar hún varð fertug. Hálf í gröfina og allt það. Djí, mér finnst ég enn vera voða pæja og er hreinlega að pæjast meira með árunum. Verð nú samt að viðurkenna að ég læt enn sjá mig úti í búð án farða og í náttbuxum en ætli ég verði ekki að hætta því í desember. Eða ætli ég komist upp með það nokkur ár í viðbót? Já það er að miklu að huga þegar maður er að eldast.

Annars er bara vorið ekkert að láta sjá sig hér. Það var meira að segja algjört kaos hér á þriðjudaginn(La det svinge afmælinu) því það snjóaði svo mikið og allir komnir á sumardekki. Já þá var sko hægt að segja la det svinge við bílinn sinn. Það vantar ekki upp á fína gluggaveðrið en það er ekki nóg lengur. Hvar er vorið?

Maí er annars einn af mínum uppáhalds mánuðum því þá er svo mikið að frídögum í Noregi. Fer að líða að 17 maí sem er "the big thing" hérna(þjóðhátíðardagurinn). Í tómu rugli spurði ég húsbandið hvort við ættum ekki að fara eitthvað í burtu þann daginn og sleppa þessu 17 maí standi. Steinleið yfir hann! Hef ekki spurt hann aftur.

Jæja lag vikunar. Alveg er ég viss um að þú haldir að ég hafi valið Bobbysocks en nei aldeilis ekki. Hef enga löngun til að pína þig með svoleiðis bulli! Nei er að fara á ball í kvöld og finnst þetta lag svo gott upphitunarlag. Lovely lag.



Gísli Eiríkur helgi skál!

6 ummæli:

ellen sagði...

ha ha ha ha frábaer og skemmtileg faersla svona á föstudagsmorgni! Èg veit hvar vorid er, íslendingarnir tóku thad.... og ég er líka ad fara út í kvöld, skemmtu thér vel, thad aetla ég ad gera!
Kvedja frá thessari sem átti 25 ára fermingarafmaeli í vikunni :)

Iris Heidur sagði...

Góður pistill hjá þér að venju!! Skemmtu þér vel í kvöld..ég tek djammið út annað kvöld ;) La det svinge og allt það ;)Kveðja í kotið.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

La det svingaðirðu í gærkveldi? Sorry,var að reyna að vera fyndin;)
Hvað hét sá sem söng Romeo fyrir Noreg?Eitthvað K var það ekki?Er hann enn að syngja?Hafið það gott:)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Líður betur núna,ég mundi hvað hann heitir,Ketil Stokkan?

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg skrif ... forty what ??? Stuðið rétt að byrja.

Kveðja frá Þýskalandi,
Guðrún

Guðbjörg sagði...

haha...Helga mín þú er korn ung kona og alltaf pæjuleg. Það er alltaf gaman að hafa e.h til að stafna að og til lukku með húsbandið þitt, þú kyssir hann frá mér.
Frábært lag eins ávalt. Þú ert uppáhalds bloggarinn minn.
kossar og knús á ykkur.