28.5.10

Fúll tæm jobb

Já að er full vinna að leita að sumarbústað. Eða allavegna helgarvinna. Fórum síðasta fimmtudag að skoða bústað og aftur sunnudaginn eftir að skoða þann sama. Algjör draumabústaður og allt alveg pottþétt nema... engin kvöldsól. Vorum þar í 2 klst að horfa á sólin og komumst að því að það er engin sól eftir kl 1730 og það finnst mér fjandi snemma. Hefði ekki verið gaman að sitja í skugganum á sólríku sumarkvöldi og horfa á nágrannabústaðinn baðaðann í sól. Seljandinn var tilbúin að lækka sig í verði en enn sem komið er erum við ekki sannfærð. Erum að fara á morgun að skoða 3 bústaði.

Þegar við byrjuðum þetta ferlið ætluðum við að kaupa bústað sem var max 2. tíma akstur að heiman. Núna erum við komin í 2 og 1/2 tíma en eftir að hafa skoðað slatta höfum við séð að bústaðir nær landamærunum fara á miklu hærra en þeir eru settir á. Svo er verðið sem við settum okkur farið að hækka. Bæði því bústaðir á þessu svæði hafa hækkað og svo er spurning hvort það sé ódýrara að kaupa ódýran bústað sem þarf að gera allt við, leggja vatn og klóakk og byggja og bæta eða hvort eigi að kaupa dýrara sem þarf lítið sem ekkert að gera nema mála. Sparar allavegna fyrirhöfn og mikla vinnu og kemur kannski niður á sama stað fjárhagslega þegar upp er staðið. Allavegna miklar pælingar. Bústaðarnir sem við erum að fara að skoða á morgun eru við Saffle í Varmland en þar búa tengdó.

Annars bara lítið að frétta. Hitastigið 4 gráður kl 7:30 í morgun. Fjandi kalt miða við árstíma orðin alveg desperat eftir sumri. Núna er Egyptaland langt í burtu.

Jæja verð víst að fara að vinna.Lag vikunar er nýtt - aldrei þessu vant. Rólegt og fínt lagt.



Glóða helgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ótrúlega flott lag!!

Vonandi finnidi ykkur bústad brádum, já og ég skil thetta med kvöldsólina.... :) allt á fullu hér med fermingarundirbúning, fermt á morgun :o
og vid verdum á Ìslandi 23/6 til 4/7.
Hafid thad sem best!
//Ellen

Íris Gíslad sagði...

Gangi ykkur bústaðaleitin vel. Hvar býrð þú aftur í Noregi. Er viss um að ég á að vita það, en man það bara alls ekki.

Held að sumarið sé komið á Höfn :)