14.5.10

Löng helgi

Det er bare dejlig. Heima í gær, hálfur dagur í dag með heimaskrifstofu. Restin fer í generalprufu hjá dótturinni og Dissimilis og sýning í kvöld. Bissí á morgun, Svíþjóð að skoða bústað á sunnudaginn og svo býð í matarboð sama kvöld. Þjóðhátíðardagur á mánudaginn. Ég elska svona stuttar vikur.

Í morgunmat í dag borðaði ég Ritzkex með túnfisksalati og drakk kók með. Já svona get ég verið óholl stundum. Bý til svona salat kannski 2x á ári og er sú eina á heimilinu sem borða það og mér finnst það svo gott en það verður mikið salat úr einni dollu af túnfiski og ekki get ég látið það eyðileggjast. Nei heldur læt ég það eftir mér tvisvar á ári að borða óhollustu í morgunmat og drekka kók með því mér finnst það passa svo vel við svona salat og kex. Hvað er gaman að lífinu ef maður gerir ekki öðruhverju nákvæmlega það sem manni langar til. Mér fannst allavegna ægilega notalegt að sitja á náttbuxunum og flísinni fyrir framan tölvuna og gæða mér á þessu á föstudagsmorgni. Skál fyrir mér.

Hef þetta stutt í dag. Langara að stuðla að góðu skapi og ætla þessvegna að deila þessu fína videoi með þér(man ekki hvort ég er búin að hafa það hérna áður). Ef þú ferð ekki í gott skap af þessu þá ertu fýlupoki og hana nú!En lag vikunar má samt ekki gleymast. Mikið youtúbast hér í dag eins og sjá má. Helli mér út í púddelrokkið eins og það er kallað hér í Noregi.Megi alheimurinn veita þér og þínum helgi fulla af góðu víni og góðum mat.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eftir lestur þessa pistils fer ég beint í égætlaaðgúffaímigeinhverjuóhollustu gírinn og fá mér kex og mjólk í óhóflegu magni eins og mér einum er lagið. Bið að heilsa öllum.

Skari bró

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Myndbandið á lestarstöðinni er eitt af mínum uppáhalds..verð svo glöð að horfa á það:) Auðvitað á að gera það sem manni þykir gott stundum og skiptir þá ekki hvað klukkan slær.

Íris Gísladóttir sagði...

Hvað væri lífið án smá óhollustu og dekurs af og til ;) skemmtileg myndbönd bæði tvö

Nafnlaus sagði...

ha ha ha sama dag og thú varst í kexinu, fékk ég mer braud í ofni med bökudum baunum og kók med í morgunmat :) Lífid á ad vera gott! Svo er ég forvitin um hvar í Sverige thid erud ad skoda bústadi.

Hafid thad sem allra best!

/Ellen