hvað þú hefur það gott. Maður á það til að gleyma því og kvarta og kveina yfir smámunum. Nánast allt sem er í fréttum er farið að fara inn og svo út því maður er vanur óeirðum á Gazasvæðinu, sulti og eymd í Afríku og fjármálakreppu í hinu og þessu Evrópska landinu. Stundum gerast stórir hlutir eins og jarðskjálftinn á Hahiti og núna flóðin í Pakistan. Skrýtið með það mál, þrátt fyrir að það sé áætlað að 15 milljónir manna hafi orðið illa úti eftir þessar hörmungar hefur ekki safnast mikill peningur fyrir þetta fólk og á öllum netfjölmiðlum bæði á Íslandi og Noregi er lítið fjallað um þetta mál. Ekki áhugavert lengur. Old news! En um daginn rakst ég á frétt sem setti mig alveg út af laginu. Hún var um börnin í Fallujah í Írak. Fjallar um það að á því svæðinu fæðast óeðlilega mörg fötluð börn. Og þá ekki börn með skakkan fót eða Downs heilkenni, nei börn sem eru hræðilega afmynduð. Sum hafa fæðst með tvö og þrjú höfuð. Börn frá þessu svæði hafa 12 sinnum meiri hættu á að fá krabbamein en önnur börn og hlutfall barnadauða er himinhátt. Tíðni krabbameina og dausfalla er mikið hærra en það var eftir bæði Hiroshima og Nagasaki á sínum tíma. Hversvegna er þetta að gerast. Jú þegar ráðist var á þetta svæði fyrir 6 árum síðan notuðu Bandaríkjamenn Úran á skotfærðin til að kúlurnar kæmust í gegnum þykka veggi og kúlurnar skilja eftir sig duft sem veldur skaða í mörg ár eftir. Það var það sem gerðist. Ég hugsaði með mér að maður hefur aldrei heyrt um þetta fyrr en núna. Ég varð að lesa meira en stóð í þessari norsku grein og fór og googlaði þetta mál og ég verð að viðurkenna að þetta var það versta sem ég hef séð. Hræðilegt alveg hvernig þessi börn fæðast, svo afmynduð og veik að maður getur ekki ímyndað sér það. Ég held ekki að maður fatti alltaf hvað við erum vernduð hér í Norður Evrópu. Ekki erum við stríðshrjáð, hungursneyð þekkjum við ekki og ekki fátækt á sama hátt sem svo mörg önnur lönd lifa við. Auðvitað eru einhverjir sem ekki hafa það eins gott og meirihlutinn en samt höfum við velferðarkerfi sem styður við fólk að mestu leiti. Ég held ekki að við skiljum eiginlega hvað það er að vera fátækur og búa í kannski í leirkofa eða pappahúsi og hafa ekki tök á að leyfa börnunum sínum að ganga í skóla, eiga ekki mat nema endrum og sinnum. Nei ég hef það gott, lifi algjöru luxuslífi miða við svo marga og finnst fínt að láta minna mig á það öðru hverju.
Jæja ætlaði ekki að gera neinn þunglyndan fyrir helgina. Bara minna fólk á að þrátt fyrir allt þá höfum við það gott.
Og nú yfir í allt annað. Manstu eftir þessu lagi? Söng það ansi oft í frystihúsinu hér í den.
Góða helgi.
3 ummæli:
já við höfum það alveg glimrandi gott en eins og þú mynnir svo réttilega á þá gleymum við því svo ansi oft og veltum okkur upp úr sjálfsvorkun. Ég man svo sannarlega eftir þessu lagi ;)
Þetta er hræðilegt,alveg hræðilegt og svo situr maður heima og gerir ekkert!
Ég vona að helgin hafi verið þér góð Helga mín.Kv.úr Cary.
Sammála!
Skrifa ummæli