og ætla þess vegna bara að henda inn einni uppskrift eða svo.
Kjúklingur með hvítlauk og koríander fyrir tvo.
200 gr kjúklingabringa í litlum bitum
3 msk maisenamjöl
3 msk Oyster sauce
1 msk Soya
slatti ferskt koriander en hægt að nota frá krukku líka
1 tsk sykur
3 rif hvítlaukur
1 dl kjúklingasoð
matarolía sem hægt er að djúpsteikja í (semsagt ekki olífuolía).
1.Blanda kjúklingnum saman við maísenamjölið(Þetta þrep er mikilvægt til að fá góðan rétt)
2. Djúpsteikja kjúklinginn í olíu, best að steikja lítið í einu og setja svo á dagblöð til að fjarlægja mestu olíuna.
3. Hakkaður hvítlaukur og kóríander steikt á pönnunni og sósunum og soðinu bætt út í. Látið sjóða smá.
4. Kjúklingnum bætt út í og blandað vel saman. Við þetta þykknar sósan og verður ægilega góð.
Er viss um að það er líka gott að setja smá chili, en ekki mikið svo að það kæfi kóríanderbragðið.
Annars lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn hjá krökkunum byrjar í næstu viku og þá tekur alvaran við með heimalærdómi og allskonar æfingum eftir skóla. Ætla að njóta síðustu dagana áður en þetta skellur á.
ÉG er búin að ákveða taka smá tímabil með löngu gleymdum lögum, lögum sem voru kannski aldrei neitt voða vinsæl en mér hefur tekist að finna óvart á Youtube. Fyndið hvað maður finnur óvart, var að hlusta á John Denver og rambaði þá óvart á þetta sem ég var alveg búin að gleyma. Langt á milli Jonna og Ollu hefði maður haldið! Hélt svo sem aldrei neitt upp á þetta lag en átti það á kassettu að mig minnir, en "dem" hvað John Travolta var nú sætur þegar hann var ungur. Mér finnst það allavegna en hárið samgt ekki alveg að gera sig. Munið þið eftir þessu lagi?
Frábæra helgi. Ekki gleyma að elda kjúkling um helgina!
4 ummæli:
frábaert lag, mundi bara ekkert eftir thví :) aetla svo ad prófa kjúllan thegar fríid mitt er búid og venjulega lífid er byrjad aftur!
Kvedjur frá París!
Mmmmm uppskriftin hljómar vel, ætla pottþétt að prófa hana þegar ég kem heim frá Höfn :o)
Já Travolta var ekkert smá sætur, var svo skotin í honum í Greas... Kannast við lagið og myndbandið var örugglega spilað oft í skonrokk í den ;)
Kv.Berglind
Hæ, lýst vel á þennan kjúkl. rétt. Ætla prufa hann um helgina. Annars allt fínt að frétta. Allt komið í sinn vanagang. kv.Anna p.s. Mér fannst Travolta aldrei sætur, svona er ég nú skrýtin :)
Skrifa ummæli