24.9.10

Betur sjá augu en auga

Allavegna gleraugu! Allavegna þessi litlu sem kallast linsur en Saga kallar lítil gleraugu. Hún var nefninlega að fá linsur í gær. Fórum í fyrsta linsutíman okkar, sjónkallinn var búin að taka frá 1 1/2 tíma fyrir okkur því af fenginni reynslu getur svona linsuprufun tekið langann tíma hjá krökkum. Aldeilis ekki. Við vorum komnar út og búnar og borga eftir 45 min. Mín alsæl. Þegar við löbbuðum úti var hún alveg í skýjunum, "mamma sjáðu þetta, mamma ég sé, ég er ekki blind" og svo las hún á öll skilti sem við gengum fram hjá. Hún hefur að sjálfsögðu ekki séð glóru án gleraugnanna sinna í síðan hún var lítil. Við ákváðum að fá linsur þar sem við tökum alltaf af henni gleraugun þegar hún fer á skíði, skauta, fimleika og annað þar sem þau auðveldlega geta dottið af og skemmst. Sjónkallinn sagði við mig að ég ætti alveg að búast við að hún vildi nota linsur daglega þegar hún væri komin upp á lagið með það. Var með þau í gær frá miðjum degi og fram á kvöld, fór í Dissimilis og fimleika með þær. Mikið basl og streð að fá þær út í gær en það hlýtur að koma með æfingunni. En viti menn, fyrsta sem sú stutta spyr um í dag var hvort hún ætti ekki að vera með linsur í dag. Sorry sagði ég, ekki fyrr en á sunnudaginn. Hún varð voða sár. Núna á að venja augun hægt og rólega á að vera með linsur.

Annars fann ég þetta frábæra kort á einhverju bloggi um daginn. Segir mikið um hvernig það er að búa á Íslandi, eiginlega mesta furða að fólk búi þar. Þetta er svokallað hamfarakort. Mjög nytsamlegt, ef ég ætla t.d að ferðast til vestfjarða þá get ég kíkt á kortið og undirbúið mig undir þær hamfarir sem eru algengar á þeim slóðum. Greinilega mikið um ís og snjó á því svæði svo að ég tek með mér dúnúlpu og heitt kakó í það ferðalag. Gasalega sneðugt Vonandi að þið sjáið eins mikið gagn í þessu korti og ég.


Jæja ég held áfram leit minni af löngu gleymdum lögum. Maður man ekki svo auðveldlega því sem maður hefur gleymt og þessvegna er þetta ekki svo létt verkefni. Var svo sannalega búin að gleyma þessu.


Gleðilega helgi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Amma fékk nú bara tár í augun við þennan lestur. Meiri háttar framf-ör fyrir Sögu að fá linsurnar. Hlakka til að koma - það styttist óðum.
kv, Mútta

Guðný Svavarsdóttir sagði...

Knús frá mér

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Frábært!Knúsaðu litlu ofurkonuna þína..ótrúlegt hvað hægt er þykja vænt um börn þó maður þekki þau ekkert nema af lestri og sjón(sjón,get it? ;) Það er svo gaman að lesa um börnin ykkar og sjá hvað þið eruð að bardúsa.Góða helgi mín kæra.Svanfríður

Nafnlaus sagði...

Þetta er svo stórt skref að ég fékk "kött í kokið". Gangi ykkur allt í haginn Helga mín með kærri frá okkur Bróa

Íris Gísladóttir sagði...

Get ímyndað mér hvað sú stutta hefur verið ánægð með "litlu gleraugun" sín. Gangi ykkur vel í aðlöguninni. Kv. frá litlu Sotru (er í heimsókn hjá bóndanum)

Nafnlaus sagði...

Vonandi gengur vel med linsurnar, svo gott ad geta notad thaer sérstaklega vid íthróttir og annad :)
Vonandi hafid thid thad sem allra best. Kvedjur frá Sverige!