3.9.10

Er einhver hér?

Virkar sem það að blogga sé alveg að leggjast af hjá flestum. En ég ætla ekki að gefast upp, eina tækifærið sem ég hef til að skrifa móðurmálið og ég sé alveg þegar ég hef ekki skrifað neitt í lengri tíma. Á þá erfiðara með að muna sum orð og ruglast í setningsuppbyggingu og fleira. En voða væri gaman ef fólk sem kíkti hér inn nennti að kvitta fyrir sig svo að ég viti hvort einhverjir aðrir en Ellen og örfáir aðrir lesi þetta. Ætla að bæta mig sjálf og kvitta þar sem ég kem við.

Annars lítið að frétta héðan. Haustið komið, skítkallt á morgnana og kvöldin. Krakkarnir á fullu í skólum og bæði byrjuð í sínum tómstundum. Fótbollti og fimleikar hjá Baltasar og Dissimilis og fimleikar hjá Sögu. Já, ég ákvað að leyfa Sögu að prófa fimleika, skráði hana í fimleikaflokk sem æfir í skólanum hennar. Þau hafa aldrei verið með barn með Downs áður en við komum okkur saman um að hún skildi prófa og við myndum sjá til. Henni gekk svona ljómandi vel, er núna í hóp þar sem allir eru á svipuðum stað og hún er alls ekki lélegust. Hóparnir eru settir saman eftir hæfni og engin af þessum stelpum geta t.d farið í handahlaup. Kom mér svakalega á óvart, hélt að það væri eitthvað sem allar stelpur á þessum aldri gæti. Saga er nálægt að geta það en skilur ekki alveg hvernig hún á að lenda en það kemur með æfingunni. Ein af stelpunum í hópnum hennar á voða erfitt. Setur upp skelfingar svip í hvert skifti sem hún á að gera eitthvað sem hún ekki kann og skammast sín niður í rassgat þegar henni mistekst - sem er oftast. Greyið. Sögu aftur á móti finnst þetta bara voða gaman og er svakalega stollt af sjálfri sér og finnst hún rosa dugleg alveg sama hvað. Gerir mikið fyrir sjálfstraustið að hafa það viðhorf. Hin á eftir að læra þetta allsaman en tekur tíma og ef hún er svona kvíðin og stressuð yfir þessu kemur það kannski enn seinna. Vona að þjálfaranir fatti hvað þetta er erfitt fyrir hana. Þær eru nú hálfgerðar gelgjur flestar svo að maður veit ekki hvort þær sjái svona.

Erum að fara til Svíþóðar á eftir að heimsækja tengdó. Það er svona sveitahátíð hjá þeim þar sem er verið að selja matvörur og annað sem er framleitt á bæjunum í kring. Fórum í fyrra og það var voða gaman. Keyptum ægilega góða heimagerða osta og sultur. Hef svo gaman af svona.

Jæja held áfram leit minni af löngu gleymdum lögum. Ekki svo auðvelt þar sem ég man ansi mörg. Hér er eitt gamalt.



Góða helgi.

5 ummæli:

Álfheiður sagði...

Hæ, ég les reglulega, hlakka alltaf til föstudaganna því þá kemur færsla frá þér :o)
Haltu endilega áfram, gaman að fylgjast með ykkur.
Kv. Álfheiður

Íris Gíslad sagði...

kíki alltaf við á föstudögum eða um helgar ;) Finnst svona markaðir eins og þú ert að fara á í Svíþjóð mjög svo spennandi. Þarf að fá upplýsingar um hvort eitthvað slíkt er að finna nálægt Bergen, eins svona markaðir sem selja notað. Hvað kallast svona markaðir á norsku?

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ mín kæra, ég skoða alltaf bloggið þitt og hef mikið gaman af, en ég veit upp á mig sökina og kvitta aldrei! kv.Hanna

Unknown sagði...

Ég fylgist með blogginu þínu. Haltu því áfram. Kíp öpp ðe gúdd vörk í blogginu. Bið að heilsa.
Viggó frændi

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hlakka líka alltaf til að lesa bloggin þín,þyrfti að taka mig þig til fyrirmyndar og byrja aftur.Fimleikar eru skemmtilegir,strákarnir mínir fara í fimleika í haust og þá hlakkar til (og mér líka) Hafið það gott.Svanfríður.