Einhver heyrt um það? Nei trúlega ekki, en það er bær í Eistlandi. Var að koma úr þriggja daga vinnuferð þaðan - Nordic Inhouse Conference. Þar hittust allir sem vinna á Inhouse(deildin mín) frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi svo að við vorum 25 í allt. Skemmtileg ferð, bæði frá faglegu og félagslegu sjónarmiði. En eitt skemmdi svolítið fyrir öllum og það var maturinn. Aldrei hef ég borðað eins vondan mat eins og í þessari ferð, allavegna ekki marga daga í röð. Hef eflaust fengið verri mat stöku sinnum en ekkert eins og þarna. Það vara búið að panta fyrir okkur 2 kvöldverði og einn hádegisverð á bestu veitingarhúsum bæjarins. God dem hvað ég var svöng þegar ég kom heim í gær.
Fyrsta kvöldið borðuðum við í bátklúbbnum, voða flott hús og allt mjög smart. Þjónninn byrjar á að ganga um og spyrja fólk hverjir borði EKKI pestó, við vissum að við fengjum kjúlla svo að við reiknuðum með að það væri kjúklingur með pestó. Maturinn kom og ekkert pestó neinstaðar. Fengum gjörsamlega bragðlausa pínulitla kjúklingabringu með heilum djöfuldóm af kartöflum og slöppu grænmeti og massa af dilli. Sósan sem var borin fram með þessu var trúlega gerð fyrir fiskrétt en við fengum hana með kjöti og útkoman varð voða skrýtin. Brauð og smjör var líka á borðum - dillsmjör. Í eftirrétt fengum við að vita að væri súkkulaðikaka en þegar hún kom var þetta einhver berjakaka með voða skrýtnu kremi sem var með hálfgerðu hveitibragði og smá súkkulaði skrauti. Ég borðaði skrautið!!
Morgunmatur á hóteli í nágrenninu. Stóð sjálfa mig að því að hlakka til að borða mat í flugvélinni þegar ég var að borða morgunmat. Þarf ekkert að útskýra það nánar.
Hádegismatur daginn eftir, var búið að segja að við fengum pasta. Nei ekki aldeilis. Fengum soðið nautakjöt án sósu, massa af kartöflum og salat. Ég gat ekki borðað kjötið, Það var eins og köttur á bragðið - ekki það að ég hafi smakkað kött en hafði það bara á tilfinningunni að hann bragðist svona. Eftirrétturinn var aftur á móti góður.
Kvöldmatur aftur, í þetta skifti á Tex-Mex stað. Þjónarnir gleymdu forréttinum. Aðalréttur, grillað svínakjöt á stærð við barnslófa og þurrari en skósóli. Enn meiri kartöflur og slappt salat. Var ætt en ekki meira en það. Eftirréttturinn var bara pinlig. Aumingja fólkið. Komu með geðveikt stóra sneið af "ostaköku" sem var með karrýgulri og rauðri sósu og fjólubláu og grænu kókosmjöli sem skraut. Bragðið ólýsanlegt og aðeins 2 af 25 borðuðu þetta, restin smakkaði en gafst upp því þetta var algjör katastrófa.
Eftir þessa hörmungsupplifun dreif hópurinn sig á karioki bar og sleppti öllum hömlum og kastaði sér út í söngin af lífi og sál. Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. Semsagt vel heppnuð ráðstefna. Já gleymdi, pantaði eggjaköku á flugvellinum í gær og viti menn, fékk eggjaköku með dilli!!! Og mjög áhugavert að þjónustulundin á öllum stöðunum var í algjöru lágmarki. Engin brosti eða spurði hvernig okkur líkaði maturinn eða hvort okkur vantað eitthvað meira. Voða skrýtið allt saman.
Jæja komið að löngu gleymda laginu. Var sko löngu búin að gleyma þessu - wonder why! Voru alveg frábærlega blond þessir gæjar. Hvað ætli þeir séu að brasa í dag??
Glóða helgi alle sammen.
5 ummæli:
Hljómar eins og "allir" þar eystra séu löngu orðnir dofnir og áhugalitlir. Það er orðið helv... hart þegar maður leggur sér skrautið til munns! Kærust í bæinn. Gulla Hestnes
úff, ekki jókst löngunin til að heimasækja þetta annars örugglega ágæta land við þessa lesningu!
Njóttu norska matarins :o)
Bros...Ó mæ..var sko líka búin að steingleyma þeim...merkilegt nokk! Við Óskar vorum að vonast til að karíókí-slagarinn þinn væri kominn inn á youtube...en því miður svo virðist ekki vera! ;)
Vondur matur getur alveg eyðilagt alla stemmningu.
Hef aldrei heyrt um Pärnu og aetla thá ekkert ad vera ad leggja leid mína thangd fyrst maturinn var svona vondur, finnst agalega mikilvaegt ad fá gódan mat á ferdalögum, er yfirleitt miklu svangari á ferdalögum en hérna heima, veit ekkert afhverju ;) Get ftur á móti maelt med Tékklandi, thar er gódur matur en samt alltaf MJÖG mikid af kartöflum! Jaeja hafid thad gott tharna í landinu vid hlidina!
//Ellen
Skrifa ummæli