5.11.10

Leiðinlegt atvik.

Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Það hef ég áður sagt. Upplifði einn slíkan í vikunni. Kennarinn hennar Sögu hringdi í mig á mánudagskvöldið og spurði hvað Saga hefði sagt um skóladaginn. Ég svaraði að hún hefði sagt mest lítið, bara að hún hefði verið bólusett og ekki grátið. Kennarinn sagði þá að það hefði gerst atvik í skólanum þennan daginn sem hefði verið alvarlegt og því gott að Saga væri í sínu venjulega góða skapi. Hún sagði mér frá að í lok skóladagsins hefði Saga verið úti að hjóla og strákur í bekknum hennar úti að labba á stultum. Saga hjólaði óvart á hann og hann datt. Hann varð svo brjálaður að hann réðst á Sögu og kýldi hana í magan og tók svo á henni kyrkingar tak. Hafði svo bölvað öllum í sand og ösku, andskotans downs syndrom, heimskir kennarar og ég veit ekki hvað. Hann var að sjálfsögðu sendur til skólastjórans og svo látin funda með öllum kennurum í þessum bekk og svo var hringt í foreldra hans. Saga var svo látin koma inn og hann baðst afsökunar. Ég fékk nett áfall, eitt er að lemja og slá en annað er að nota kyrkingar tak. Það finnst mér alveg heilli hæð fyrir ofan í ofbeldi. Saga fór að sjálfsögðu að gráta þegar þetta gerðist en þetta sat samt ekkert lengi í henni. Það er stundum mesta blessun hvað situr stutt í henni. Allavegna þá er ég búin að vera í sambandi við skólann þessa vikuna og búið að fullvissa mig um að þetta hafi verið einstakt tilvik og engin heldur að þetta eigi eftir að gerast aftur. Maður verður bara að vona það, þau eru búin að vera í bekk saman síðan í 1. bekk og það hefur aldrei komið neitt upp á áður þrátt fyrir að þessi strákur sé sá sem hefur minnstan skilning af öllum bekknum á Sögu og hennar fötlun. Hann hefur greinilega bara nóg með sjálfan sig. En mér stóð samt ekki á sama og átti eina svefnlausa nótt og frekar þreyttan dag. Varð á endanum að leggja þetta til hliðar, ef Saga er ekki að velta sér upp úr þessu get ég ekki verið að hafa áhyggjur af hinu og þessu sem trúlega aldrei á eftir að gerast. Á nú samt eftir að vera smá stressuð í einhvern tíma.

Annars er búið að panta eldhús. Við ákváðum líka að ráðast í þvottahúsið fyrir jól. Fínt að klára það sem fyrst.

Engin vissi úr hvaða þætti þessi skemmtilega setning var en þetta var úr The Black Adder. Baldric var búin að semja "semi-autobiographical novel". Bráðfyndið alveg.

Held mig í rólegu deildinni í dag.



Glóða helgi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ljótt að heyra, en vonandi hafa allir augun opin í skólanum. Verð sorgmædd þegar ég heyri svona. Gangi ykkur vel Helga mín og kveðja frá Bróa.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Elsku stelpan en gott að þetta sat ekki lengi í henni eins og þú sagðir og að allir hafi augun opin í skólanum.

Íris Gíslad sagði...

Úff, hræðilegt að heyra. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt sama í hvaða mynd það er. Gott að Saga jafnaði sig á þessu fljótt og vel, en ég skil mjög vel hvernig þér líður. Virðist hafa verið tekið vel á málinu í skólanum.

Gangi ykkur bæði vel með eldhús og þvottahús. Get allavega sagt að það er fátt eins skemmtilegt og að eignast nýtt eldhús ;)

Álfheiður sagði...

Það er svo erfitt þegar svona atvik koma upp og maður getur einhvern veginn aldrei verið alveg viss um að þetta gerist ekki aftur.
Þú skalt bara vera dugleg að fylgjast með henni og því að fylgst verði með málunum í skólanum áfram.

Hlakka til að sjá myndir af nýju eldhúsi og þvottahúsi.

Kveðjur frá oss

ellen sagði...

Leidinlegt ad heyra um svona en gott ad heyra ad thetta hafi ekki setid í Sögu lengi, en thad er annad mál med okkur mömmurnar...
Gódar kvedjur til ykkar og gangi ykkur vel med eldhúsid, erfitt á medan thetta stendur yfir en svo yndislegt ad vera med nýtt eldhús :)
Kram!