26.11.10

Rop!

Nei ég segi bara svona. Hef voða lítið að segja, er með harðsperrur og ljótuna. Þokkaleg samsetning.Er að fara í klippingu í næstu viku. Í fyrsta skifti síðan í júni. Æ lúkk lovlí. Ætla líka að komast í snyrtingu, augnabrýrnar eins og á vænasta skógarhöggsmanni. Maður er alveg að panikka núna, síðasta helgin mín sem 29 og hálfs. Jísus og svo verð ég komin á fimmtugsaldurinn. Há tæm flæs. Og hvað á að gera til að halda upp á þessi herligheit. Jú skella sér út að borða með húsbandinu og Aldsísi skvís og bónda og svo á tónleika. Vamp með EIVÖR PÁLS. Vá hvað mér finnst hún syngja vel og svo er hún líka eins og huldukona svona berfætt og allt. Hlakka geðveikt til. Liggur við að maður komi við í karaókí og geri sig að fífli í síðasta skifti. Hér eftir ætla ég nefninlega að helga mig prjónaskap og sultugerð. Hæfir einhvernveginn aldrinum. Ha ha ha, annars heyrði ég svolítið voða fyndið. Einhver var að stinga upp á að ég kenndi dóttur minni að prjóna. Man ekki hver þetta var en viðkomandi þekkir mig greinilega ekki boru. Ég sem sendi öll prjónaverkefnin mín til ömmu í RVK og hún sendi tilbaka prjónuð og falleg. Lærði aldrei að prjóna. En get kennt henni batik. Og svo kann ég nú að sulta. Æi hvað er skrýtið að slíta barnskónum, og það svona seint!

Er annars bara í tómu rugli með þennan æfón minn. Ekkert lát á bullinu sem ég sendi frá mér.Pinlig.

Hver var ekki búin að gleyma þessu lagi? Allavegna ég. Þetta er meira að segja íslenskt og í þyngri kanntinum. Þekki gæjann sem leikur í videoinu. Hann heitir Sveinbjörn, kallaður Simbi og var í sveit upp í Lóni hjá frænda sínum sem var líka dökkhærður. Man ekkert hvað hann heitir en hann var svolítið þögull en myndarlegur að mig minnir, kannast einhver við kauða? Simbi og ég vorum að líka vinna saman í Köben í þó nokkurn tíma og núna býr hann í Þýskalandi, rakst á hann á Leifstöð í fyrravetur. Hárið farið að þynnast. Ef þetta var ekki fróðleiksmoli þá veit ég ekki hvað.
p.s er ekki í vondu skapi þrátt fyrir niðurdrepandi tónlist og ditto video.



Góða og kalda helgi(gleymdi að minnast á að það er ekki nema 10 stiga frost.)

p.s.s Bara svo að við höfum það alveg á hreinu þá ropa ég nú ekki oft og þetta er í fyrsta skifti sem ég bloggropa!

5 ummæli:

Lára G sagði...

Hver segir að maður þurfi að slíta barnskónum af því að maður er kominn á ákveðinn aldur.... Legg til að þú setjir fordæmi og sleppir því, svo skal ég fylgja í sömu spor þegar að mér kemur....

Aldís sagði...

Engin krísa Helga mín ... Allur aldur hefur sinn sjarm ;-) og já, ég hlakka líka mikið til morgundagsins, og núna ennþá meir ef að þú ætlar að troða upp á karókíbar ;-) Hringi í þig í kvöld.

Nafnlaus sagði...

.......Maður eldist bara, um að gera að gera það bara vel.
skari bró

Íris Gíslad sagði...

Ætla nú að vona að þú leggir barnsskónum ekki til framtíðar. Það er gott að grípa til þeirra af og til og svo þarf maður á þeim að halda á gamals aldri, því máltækið segir að tvisvar verður gamall maður barn :)

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Írisi - Ekki slíta barnsskónum alveg Helga mín - varðveittu allavega barnið í hjarta þér - spennt að heyra hvernig gekk í karókíinu.
Mútta