3.2.12

Drullukuldi

Maður er svo fljótur að gleyma. Í fyrravetur var 20 stiga frost daglegt brauð. Í vetur er búið að vera svo hlýtt(svona miða við) að í dag þegar var 19 stiga frost hélt ég hreinlega að ég myndi farast úr kulda. Horið hreinlega fraus. Það er skíðadagur hjá báðum börnunum í dag. BRRRR. Fegin að ég vinn inni.

Verð nú bara að minnast á hvað hann sonur minn er duglegur að redda sér. Venjulega hafa þeir vinirnir farið í brekkuna saman en síðasta föstudag voru allir uppteknir og hann ákvað að fara bara einn á snowboard(ég veit að það heitir snjóbretti eða brett en engin segir það!). Hann dreif sig einn út og var í brekkunni í fleiri tíma. Kynntist þar strák og daginn eftir ákváðu þeir að fara saman. Aldrei hist áður. Í gær dreif hann sig aftur einn í brekkuna. Mér finnst það frábært að hann sé svona opin og finnist lítið mál að gera hluti einn.

Er að fara í partý í kvöld. Maður er bara alltaf á djamminu. Eða þannig. En ég hefði nú viljað vera á Íslandi þessa helgi og fagna henni Guggu vinkonu minni en það er ekki allt hægt. Djamma með henni í anda annað kvöld.

Við höldum okkur áfram í íslensku deildinni. Man einhver eftir þessu. Ekki búin að heyra þetta lag í fleiri áratugi - sem betur fer. En er ekki alveg magnað að maður man texta fram í rauðan dauðann. Góða skemmtun.



Gæða helgi.

2 ummæli:

Íris sagði...

Það eru að verða fastir liðir að lesa bloggið þitt með morgunkaffinu á föstudögum (ef ég á ekki morgunvakt). Fjandi (afsakaðu orðbragðið) er kalt hjá ykkur, hér eru -2 og mér finnst kalt. Duglegur hann Baltasar, ég kem ekki mínum gaur út úr húsi. Lagið þurfti ég ekki einu sinni að byrja að spila til að vera farin að raula textan þó mér finnist það ekkert skemmtilegt. Kærar kveðjur í kuldann (ullarbrók klikkar ekki)

Nafnlaus sagði...

Æ Helga mín, ég vildi óska þess að þú hefðir verið með okkur um helgina, þetta var algerlega í okkar anda,"rosa stuð"
Hann er hörku nagli hann Baltasar og er hvergi smeikur sem er alveg frábært og gott að eiga svona auðvelt að kynnast fólki það auðgar lífið. Bestu kveðjur til ykkar allra, kossar og knús og kærar þakkir fyrir mig. Guðbjörg