18.2.12

Ótengd!

Vaknaði í gærmorgun og komst að því að internetið, sjónvarpið og síminn virkuðu ekki. Hringdi fyrirtækið sem við kaupum þessa þjónustu af. Strengurinn í sundur og vissu ekki hvenær það yrði komið í lag. Ég var eitthvað slöpp í gær og var heima frá vinnu og var semsagt hérna heima allann daginn án þessara þörfu þjóna. Ég fór að hugsa með mér hvað við eiginlega gerðum hérna í den áður en við fengum allt þetta. Það er nú ekki svo langt síðan að það var bara sjónvarp á kvöldin, og það er nú heldur ekki ýkja langt síðan að maður fékk internet. Þegar við fengum okkar fyrsta modem þá borgaði maður fyrir þann tíma sem maður notaði svo að maður var ekki beint að hanga á netinu enda fátækur námsmaður. Núna er maður alltaf tengdur, kemst á netið með símanum og líka sjónvarpinu. Maður er orðin alveg fáránlega háður því að vera tengdur. Maður er líka orðin háður því að þurfa að hugsa minna en áður. Man þegar maður sat og horfði á eitthvað í sjónvarpinu og sagði "hvar hef ég séð þennan leikara áður, í hverju hefur hann aftur leikið" svo þurfti maður að hugsa og spá og spekúlera þangað til maður mundi það. Stundum gátu liðið nokkrir dagar. Núna googlar maður bara allt. Þarf ekkert að reyna að muna neitt, það er bara googlað. En semsagt þá lifi ég af heilan dag heima hjá mér ótengd. Ekkert mál í sumarbústað en heima þá verður maður eitthvað svo órórlegur yfir þessu. Og það er ekki eins og ég hangi og glápi á sjónvarpið alla daga eða hangi í tölvunni sem ég geri að vísu meira en yfir sjónvarpi. Það er að ekki hafa möguleikan á að geta þetta sem alveg fór með mig. Og mikil ósköp ég náði að gera heima í staðinn, tók til í tveim kommóðum og þvoði baðið. Seinni partinn þegar heilsan var farin að batna fór ég meira að segja í lítinn túr á gönguskíðunum. Kom semsagt miklu meira í verk en hefði ég haft netið og sjónvarpið.

Annars er vetrarfríið hér byrjað og mamma er að koma á eftir. Verður í viku, ég verð að vísu ekki í fríi allann tímann en tek nokkra daga. Verður gaman hjá okkur að fá hana.

Þetta lag minnir mig um humarsumar,partý og stuð á Höfn þegar verbúðirnar voru fullar af fólki. Það var svo gaman á Höfn á þessum tíma. Fullt af unglingum úti á kvöldinn. Humarsalurinn fullur af unglingum bæði heimamönnum og utanbæjar. Kiddi að skammast í manni þegar maður var óþekkur (sem ég stundum var). Eignaðist marga góða vini sem bjuggu hér og þar á landinu. Á meira segja eina vinkonu í dag frá þeim tíma. Hana Björk sem er núna gift Geir á Reyðará. Ljúfir tímar.Góða helgi.

1 ummæli:

Íris sagði...

í þá gömlu góðu daga var sko stuð :)