10.2.12

Vonderfúl.

Ókeypis uppskrift handa vinum mínum í blogginu!

Vonderfúl kjúklingaspjót með salthnetum

Kjúklingabringur í strimlum, ekki hafa þá allt of þunna því þá verða þeir þurrir.

Marinering/sósa:
Ca 3 dl olía
1 dl sæt soyasósa
1 ss karrý
Engifer rifið, eftir smekk.
saft af 1 lime
1 stórt hakkað chili
1 hvítlauksrif
1 stór poki salthnetur

Kvöldið fyrir át eða snemma sama morgun:

Hneturnar blendaðar í blender svo að sumar séu nánast heilar og hinar ekki eins heilar. Restinni blandað við og látið standa yfir nótt eða marga tíma.

3 tímum fyrir át: Kjúklingurinn settur í marineringuna og látin liggja í henni.

Eftir 3 tíma. Ofninn settur á 200 og spjótinn inn þegar hann er heitur. Snúðið eftir ca 10 mín. Látið vera í ofninun ca 20-25 mín. Restin av sósunni helt yfir síðustu 5 mínúturnar.

Étið með gleði og ánægju. Bon apetit!

Farin til Svíþjóðar í hytta mí.

Vá hvað er langt síðan ég heyrði þetta lag.



Gæða helgi.

p.s Hvað finnst þér um nýja bloggið mitt?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nýtt blogg, gamalt blogg, þú ert yndisleg með kærri frá okkur Bróa.

Íris sagði...

Takk fyrir uppskriftina, hljómar spennandi. Nýja útlitið er töff. Og það er líka rosalega langt síðan ég heyrði þetta lag.

Nafnlaus sagði...

Verð að prófa þessa uppskrift, sammála um kuldann, en hefði samt ekki viljað skipta við Reykvíkinga í janúar. Ekki svo kalt hér í Kristiansand, munar aðallega um að ekki er stöðugur vindur, heldur stillur. Gaman að lesa bloggið þitt. Kveðja Benna

Nafnlaus sagði...

Flott blogg og uppskrift!! Kveðja í kuldann :)
Íris og co