24.8.12

Morðsaga

Morning! Bloggpásan búin í bili. Sumarfríið lööööngu búið og þessi litla sumarbrúnka sem kom orðin ansi ósýnileg. Axlirnar komnar upp undir eyrnasnepla að vanda og aðrir fastir liðir komnir vel í gírinn. Semsagt hversdagsleikinn tekin við með pompi og prakt. Ekkert breyst nema eitt. Ég er búin að fremja mitt fyrsta morð. Sagan sem hér fer á eftir er algjört leyndó því þetta er bannað gegn lögum svo að ég gæti verið handtekin og eytt restinni af ævinni í fangelsi eða einhverju öðru verra.

Veit ekki hvort það hafi komið fram á þessu bloggi fyrir sumarið að höggormar hafa unað sér vel á lóðinni okkar uppi í bústað í fleiri fleiri ár. Frá í vor erum við búin að sjá þó nokkra slíka. Baltasar synti við hliðina á einum í eitt skifti í sumar. Aldrei séð son minn synda eins hratt. Ekki skemmtileg upplifun. Sama dag fór rafmagnið, síminn minn með tóm batterí, húsbandið með bílinn í Noregi og sonurinn, eftir höggormasundið steig á naglamottu sem fór í gegn um skóna hans og blæddi vel. Eins gott að hann slasaði sig ekki mikið á þessu brölti, hefðum hvorki getað hringt í lækni ná komið okkur til læknis.En þetta var nú algjör útúrdúr.

Jæja allavegna - þá vorum við hjónin uppi í bústað síðustu helgi, barnlaus og kósí og vorum að versla bryggjuhúsgögn. Húsbandið ákvað að skreppa í sturtu og á meðan ætlaði ég að njóta lífsins úti og vafra aðeins um lóðina. Uppi á klöpp, stutt frá morgunverðarplássinu okkar lá þessi digri höggormur og horfði á mig grimmdar augum. Ég var ekki viss hvort hann væri að reyna að dáleiða mig svo að ég leit undan og bakkaði eins hægt og ég gat. Gargaði svo á húsbandið sem var sem betur fer með opin glugga og spurði hvað ég ætti að gera núna? Drepa kvikindið svaraði húsbandið. Ég, eins snör og Jón spæó náði í bláu skófluna mína og tiplaði á tánum til baka að dýrinu. Þarna lá hann enn alsæll með lífið(því þetta var karlhöggormur), leit aftur á mig með þessum stóru grimmu augum og gapti eins og slöngum einum er lagið. Höggtennurnar blöstu við mér risastórar og ég sá eitrið djúpa á klöppina. Ég hóf skófluna á loft og hjó með öllum mínum krafti á höggorminn sem á einni sekúndu varð höfuðlaus. Helvítis kvikindið fór allt á ið og mér varð svo um að sjá þessa höfuðlaususu skeppnu hreyfast svona mikið án höfuðs að ég hjó aftur og gargaði af öllum lífs og sálarkröftum. Það var hið eina og sanna frumóp. Ég fann fyrir veiðimanninum í sjálfri mér og lyfti skóflunni aftur yfir höfuð á mér og lagðist á hnén meðan ég gargaði frá iðrum sálar minnar. Ég gargaði í um það bil 35 mínútur og svo fláði ég orminn og nýtti og núna er hann orðin hið fínasta armband!

Ok þetta voru kannski smá ýkjur. Mikla ýkjur til að vera hreinskilin. Eiginlega öll sagan fyrir utan það að ég hjó hausin af honum og panikaði þegar hann fór að hreifa sig hauslaus og ég var með samviskubit það sem eftir var dags! Höggormar eru með svo litla hausa að maður sér varla augun og varla tennurnar heldur!! En stundum verður maður að skreyta sögur smá svo að þær séu áhugaverðar. Ekki satt?? En húsbandinu varð á orði að hann hefði aldrei haldið að ég væri fær um að gera svona svo að það er ekki alslæmt að geta enn komið á óvart eftir 18 ára samband. Kannski áhyggjuefni þó að það sé tengt dýramorði?

Njótið.


Gleðilega helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ha ha ha nú hló ég upphátt :)

Hafid thad gott och vonandi höggormalaust ;)

//Ellen

Íris sagði...

Vá þetta var spennandi og bráðfyndið :-) Jo Nesbø hvað

Nafnlaus sagði...

Góð Helga ;) Mér þótti mikið til koma með að hafa gert þér armband úr skinninu .....

Nafnlaus sagði...

Bráðskemmtileg saga, ég sé þig alveg í anda við þessar aðgerðir:-)

kv Guðbjörg