31.8.12

Rugl og vitleysa

Í gær las ég grein á netsíðu sem heitir www.hjernetips.dk. Þetta er eitthvað senter fyrir börn með heilaskaða og þjálfun á þeim. Ekkert að þessari síðu en þar er hægt að lesa um börn sem hafa verið þjálfuð eftir þeim aðferðum sem þessi staður notar og hvernig hefur gengið. Þar var einn drengur með Downs sem hafði verið þjálfaður þar. Þegar hann byrjaði þjálfun gat hann ekki skriðið og skildi fá orð. Eftir árs þjálfun gat hann skriðið 200 metra og skildi fullt af orðum og þar að auki voru Downs einkennin í andliti orðin minni. Það sem pirraði mig alveg geðveikt var að þessi drengur var 6 mánaða þegar þjálfun hófst og þegar þessi grein var skrifuð var orðin 18 mánaða. Sorry en myndi maður ekki halda að þetta væri venjuleg þroskaskref hjá barni? Á milli 6 mánaða og 18 mánaða þroskast börn alveg rosalega mikið. Engin eða allavegna fá börn geta skriðið þegar þau eru 6 mánaða og ekki mörg börn á þeim aldrei geta sýnt hvað þau skilja og ekki skilja af orðum. Og börn breytast mikið í útliti frá 6 mánaða til 18 mánaða og ef þú færð góða þjálfun á þeim vöðvum sem oft eru slappir hjá börnum með DS breytist kannski útlitið smá en þetta barn leit nú samt alveg út fyrir að vera enn með Downs.
Í byrjun greinarinnar var sagt að í staðin fyrir að móðirin skildi barnið eftir við fæðingu á stofnun fyrir heilasködduð börn þá ákvað hún að taka ábyrgð á honum sjálf! Og þetta var skrifað 2011! Sorrý en ég verð svo pirruð að lesa svona. Börn með Downs eru ekki heilasködduð. Þau eru með krómasómgalla sem hefur áhrif á allan þeirra þroska. Það er ekki hægt að finna einhvern stað í heilanum sem er skaddaður og svo þjálfa upp aðra hluta heilans til að taka yfir skaddaða hlutanum. Auðvitað þurfa börn með DS meiri örvun og þjálfun en önnur börn en svona rugl sögur fara bara í taugarnar á mér. Hægt að lesa söguna hér: http://www.hjernetips.dk/index.php?f=2&id=118

Danir hafa alveg einstakt sýn á börnum með Downs. Fór alveg svakalega í taugarnar á mér meðan við bjuggum þar og gerir enn.

Saga og sundhópurinn hennar eru komin með nýja sundkennara. Kona frá Ungverjalandi, 74 ára og búin að kenna börnum sund í 30 ár. Hún hefur aldrei kennt börnum með sérþarfir en fannst þetta spennandi verkefni og er rosa jákvæð. Hún hafði sinn fyrsta tíma á mánudaginn og náði rosa vel til barnana strax. Annars erum við búin að vera að spá í smá tíma að láta Sögu prufa að æfa sund með venjulegum börnum. Hún er orðin það góð að synda, stingur sér af bretti og hoppar frá 5 metra brettinu svo að hún myndi kannski ná betri árángri að synda með krökkum sem kunna meira en hún. Hún og Emilie vinkona hennar eru áberandi bestar af hópnum og nýji kennarinn ýtti meira undir þessar pælingar okkar þegar hún sagði að þær stöllur hafa alla burði til að verða góðir sundmenn(konur!).Við sjáum til eftir jól,núna ætlum við bara að sjá hvað hún lærir af þeirri ungversku.

Jæja farin upp í bústað.



Góða helgi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott skrifad hjá thér :) og vonandi var gaman í bústadnum!
//Ellen

Íris sagði...

Asnaleg þessi grein sem þú segir frá. Gott gengi með sund og bústað :-)

Álfheiður sagði...

Vel skrifað!

Álfheiður sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Vitleysan er ekki alveg öll eins, væri til í bústaðinn........Later!!

Skari bró

Nafnlaus sagði...

Óþolandi svona skrif, og því miður eru margir sem kokgleypa þvæluna. Gott að heyra hvað dömunni gengur vel og áfram þið með kærri frá okkur Bróa.

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr, skil þig mjög vel,það eru óþolandi svona bull fullyrðingar um málefni sem maður þekkir vel af eigin raun.
Saga er alveg einstök hvað henni gengur vel í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

kveðja Guðbjörg