7.12.12

Bestustu jólagjafirnar í ár.

Haldið þið að ég hafi ekki gengið inn um útganginn í Ikea í gær. Manni er stundum ekki viðbjargandi! En nóg um það, best að demba sér í jólin.

Ef það hefur farið fram hjá þér þá eru jólin að koma.  Það er alltaf sama sagan á hverju ári að það situr fólk út um allt land og ef ekki heim og veltir fyrir sér hvað það á að gefa vinum og ættingjum í jólagjöf. Kannski eru sumir svo skipulagðir að þeir gera jólagjafalista sem er geymdur svo að maður getur fylgst með hvað maður hefur gefið fólki í gegnum árin og passar þannig upp á að maður gefi ekki það sama ár eftir ár. Hef lent í því sjálf, sama manneskjan fékk ilmkerti mörg jól í röð. Ekki sjarmerandi! Og afþví mér er svo annt um annað fólk vill ég hér með þessu bloggi hjálpa þeim sem eru enn ekki búnir að kaupa jólagjafirnar og gefa ykkur góðar hugmyndir að frumlegum og nýtilegum gjöfum sem fólk trúlega ekki á fyrir.

 1. Handa eiginmanninum.
Er eitthvað skemmtilegra fyrir eiginmannin en að  spranga um í þessum náttslopp á jóladagsmorgun og segja "may the force be with you" ? Þessi sloppur er uppspretta endalausrar barnslegrar gleði fyrir fullorðna mannin sem alltaf langaði að vera einn af Jediunum og vera í klíkunni hans Obi-Wan Kenobi. Og svo er hægt að nota sloppin sem baðkápu á sumrin og fara á ströndina og láta hina mennina verða öfundsjúka yfir stælnum á húsbandinu. Eðalgjöf finnst mér.

2. Unglingssonurinn
Hvað er betra í kuldanum en að vera heitt. Allstaðar. Þetta fína skegg/flískragi kemur í mismunandi litum en án gleraugna svo að maður þarf ekki að stunda skíðaíþróttir til að geta notað þetta skegg. Þetta er sérlega hentugt fyrir unglinginn með lítin eða engan skeggvöxt. Bústar sjálfsmyndina og heldur þér heitum á sama tíma. Þetta ætla ég klárlega að gefa syni mínum í ár.

3. Fyrir húsmóðurina


Hvað er betra en að geta verið hrein hvert sem þú ferð og ekki minnst hvenær sem er? Að geta skroppið í þína eigin sturtu þar sem engin er að berja á baðherbergishurðina afþví einhver krakkarass þarf að kúka. Óþolandi pirrandi. En nú er málið leyst. Þín eign ferðasturta. Er kannski best utandyra en mér finnst ekki málið að redda sér buslulaug sem hægt er að blása upp og rúmar smá slatta af vatni sem hægt er að standa í  þegar maður sturtar sig innandyra. Svona langar mér allavegna í!

4. Heimasætan


Svefnpoki og útigalli í sömu flík. Er því miður uppseld í bleiku í ár en kemur fyrir næstu jól í bæði bleiku og fjólubláu. Hér er ekkert vesen. Er dóttirin að fara að gista hjá vinkonunni en fyrst ætla þær að fara á skíði eða að renna sér? Nú þarf hún ekki að drösla með sér tösku. Stingur bara tannburstanum í vasan og svo er hún tilbúin fyrir helgina. Sneðugt.

Vona að þið hafið fengið smá innblástur hér og að þessar ljómandi fínu gjafir verði undir ykkar tré í ár.

Jólatónlist alltaf vinsæl í desember. Því þjóðlegri því betra.Góðar aðventustundir frá henni sem átti afmæli í vikunni og varð eldri!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínar hugmyndir mín kæra og hjartanlega til hamingju með afmælið með kærri frá okkur Bróa

Nafnlaus sagði...

Alveg brilljant - allavega ekki síðra en Lady GAGA og Justin Bieber
tannburstarnir.Kveðja, mútta

Frú Sigurbjörg sagði...

Mikið sem ég væri til í að sjá minn mann sprangandi um í þessum slopp, verst að ég sá þessar frábæru jólagjafahugmyndir ekki fyrr en núna, á nýju ári!