27.2.07
Fly Away!
Já takk væri sko alveg til í það, alveg komin með nóg af snjó/rigningu/slyddu.Langar ekkert smá að fara í sól, sjó,strönd og huggulegheit einhverstaðar í heitari löndum eða bara stórborg og shopping í hita og raka. Já takk, allt hljómar betra en þessi (vonandi) síðustu andartök vetursins hérna í Noregi. En maður veit svo sem aldrei, hér getur verið snjór alveg fram í miðjan apríl.Og svo er það nú þannig að ég vinn í Osló þar sem er enginn snjór en bý svo í sveitinni þar sem er mikill snjór svo að það er hálf bjánalegt að ganga um á vetrarbomsunum hér í vinnunni! Ég er þar af leiðandi er farin að gera eins og þær gerðu í myndinni "working girls" ég fer að heiman í vetrarbomsunum en tek með mér skó í poka!! Gvuð hvað maður getur verið praktískur stundum :-) Er orðin of gömul til að bara vilja líta vel út, núna eru það þægindin sem eru í hávegi höfð allavegna svona á veturna!
Á miðvikudaginn koma Óskar bróðir og Dagmar dóttir hans í heimsókn og það verður voða gaman að fá þau. Var að vísu búin að lofa skíðum og snjóþotufjöri hér hjá okkur en það er nú eitthvað óljóst hvort það verði hægt. Við verðum bara að gera okkur eitthvað til gamans í rigningunni, hver veit nema kötturinn með höttin láti þá sjá sig! Allavegna þá var það sjálfur Óskar bró sem gat rétt í síðustu getraun og fær hann klapp og hrós frá okkur hér á "redaksjonen".
Í næsta "pistli" ætla ég að gefa ykkur uppskrift af kalkúnabringum með safran sósu en þessa uppskrift eru fleiri búinir að reyna að fá hjá mér og ég hef alltaf gleymt að senda hana til þeirra svo nú er það bara að sjá hversu duglegar þessar konur verða að kíkja hér við hjá mér til að fá þessa uppskrift. En þetta er agalega páskalegur matur með því sósan er svo gul og góð!
Jæja þetta er víst alveg nóg að sinni.Kveð að sinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
þetta gæti verið stúlka ein nefnd Nelly. Hún átti allavega lag sem hét þetta
[Intro]
If I could, fly away
Ooo and I wouldn't come back no more
I, I'd turn around,
Just to see you for the last time,
See, now I know
Hey, that it won't be easy
I done fought in a battle, and I done made it this far
I gotta few more feet, but its still the longest yard
hehef að vísu ekki heyrt það en ég hafði nú hann Lenny Kravitz í huga ye ye ye!
Skrifa ummæli