18.3.07
Alltaf gaman að fá gesti ... jafnvel þótt þeir séu veikir
Óskar bróðir og Dagmar dóttir hans komu í heimsókn síðustu helgi. Það er orðin siður í okkar fjölskyldu að þegar við heimsækjum hvort annað verða einhverjir veikir og nú var komin tími á Dagmar sem varð veik strax á laugardeginum og á sunnudeginum var Baltasar komin með það sama. Undarlegt hvað þessi annars heilsuhrausta fjölskylda verður alltaf veik þegar við hittumst. Að vísu höfum við ekki endurtekið veikindajólin þar sem 80% af fjölsk fengu ælupest og mestu matargötin í fjölskyldunni höfðu enga list á neinum mat yfir hátíðirnar. Sjaldan hefur verið til eins mikið af smákökum fram í janúar eins og eftir þau jólin. Það er nú samt gott að við getum viðhaldið fjölskylduhefðunum þrátt fyrir að við erum svona dreifð!
Vill taka það fram að titillinn á þessu bloggi er tekin úr lagi sem ég samdi sjálf svo að ég geri ekki ráð fyrir að einhver kannist við það!
p.s Fara að hlakka til síðasta blogg fyrir páska og páskauppskriftinni minni með kalkúninum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Bíð spennt eftir páskakalkúnauppskriftinni ... (vá hvað þetta var langt orð :-) )
Spurning hvort maður skipti þá út páskalærinu fyrir kalkún.
Biðjum að heilsa og takk fyrir kaffið í síðustu heimsókn ;-)
Skrifa ummæli