Fann þessa uppskrift í einhverjum forláta bæklingi sem Jan Chr. fékk í Danmörku þegar hann var að vinna verkefni fyrir eitthvað rafmagnsfyrirtæki. Prófaði þessa uppskrift þrátt fyrir að ég væri smá efins þar sem ég gat ekki ímyndað mér að þetta væri gott en það reyndist vera algjör misskilningur. Alveg gæða matur og auðvelt . Elda þetta oft þegar ég fæ gesti og vill elda eitthvað einfalt og gott. Verði ykkur að góðu og gleðilega páska. Uppskriftin miðast við 4.
1 kalkúnarbringa
salt/pipar
beikon
Bringan söltuð smá og pipruð og beikon lagt yfir svo að það dekki bringurnar.
Smá vatn sett í botnin á fati og bringurnar settar í fat og inn í ofninn á 180-200 gráður eins lengi og stendur á umbúðunum.(1 - 1 1/2 kls)Ég hendi venjulega kartöflum, gulrótum og pastinak í fatið um leið til að allt sé á sama fati!!
SÓSA
2 laukar hakkaðir mjög fínt
2 dl þurr hvítvín
1/2 l rjómi (ég nota nú ekki svona mikið)
1/4 gr safranþræðir (ég tek bara smá safran milli fingrana ekkert hægt að mæla það neitt)
salt og pipar og sósujafnari.
laukarnir eru soðinir í hvítvíninu þangað til vökvin hefur minnkað til muna.(ekki steikja laukinn fyrst) Bæti við safran og rjóma og sýð saman þar til rjominn hefur þykknað. Jafna með maizena sósujafnara. Hægt er að bæta við safa af kjötinu eða kjúklingakrafti ef maður óskar.
Svo er bara að bera þetta fram með meðlæti að eigin vali og einhverju góðu víni (og þá meina ég ekki brennivíni).
Gleðilega páska.
1 ummæli:
Páskakveðjur að westan*
Skrifa ummæli