10.4.07
Engin páskaegg í ár !
Fyrstu páskarnir "ever" þar sem ég ekki borða páskaegg, fyrir utan kannski fyrstu páskana mína þar sem ég var bara 4 mánaða. Og þó! Maður veit svo sem aldrei hvað fólki datt í hug svona rétt eftir hippatímabilið.Kannski bara að ég fékk mitt eigið páskaegg sem svo bráðnaði ljúflega í tannlausum gómunum. Allt var svo frjálst þá. Kannski bara að það sé skýringin á hversvegna ég er svona súkkulaði sjúk. Hvað veit ég?
Annars lá leiðin til Svíþjóðar þessa páskana, nánar tiltekið Godås Gård við Vänern þar sem tengdó eiga sitt heimili. Þar var borðað mikið og gott og farið í langa göngutúra um skóg og strönd.
Veðrið var svo sem ekkert alveg að koma manni í sumarfíling en það var þó sól en kallt og rok. Við stoppuðum í 4 daga og 3 auka kíló. Á heimleiðinni byrjaði svo að snjóa og þegar við vorum að keyra inn í Osló var komin þessi litli snjóstormur. Og það snjóaði allt kvöldið og alla nóttina. Ég hélt ég yrði æf. Búin að þvo og pakka öllum vetrarfötum. En sem betur fer þá var þetta bara mútta náttúra að láta vita af sér og minna á hvað hún er komin í lélegt ásigkomulag.Maður verður að hugsa umhverfisvænna ef hún á ekki alveg að gefa upp öndina. Flokka rusl og svoleiðis.
Jæja og já þetta var nú bara það sem ég hafði til málana að leggja í dag.Annars er ég bara að komast í þetta fína vorskap. Er að fara að þrífa grillið um helgina og kannski að maður bara hendi nokkrum bringum á grillið og "tjilli" , það er spáð 19 gráðum og sól á sunnudaginn. Næs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ hæ!
Einhvern veginn fyrirfórst það að senda ykkur Norðmönnunum páskaegg í öllu páskastressinu (er það ekki líka til).Fáið bara fleiri næst.Eða ég gæti líka bara beðið með þetta eina sem er enn til hérna upp í skáp, þartil þið komið í sumar...svo mikill var nú páskaeggjafílingurinn á okkar heimili. Kærar kveðjur úr Hraunbænum.....Skari bró
Í fyrsta sinn í þrjú ár fékk ég páskaegg og naut mín í botn að borða það/þau-ég réðist nefnilega líka í egg bóndans og sonarins...
Móðir náttúra minnti á sig hér í Cary líka með kuldakasti og snjó en sem betur fer virðist vorið virkilega vera að koma núna. Allavega eru túlípanarnir að springa út.
Kveðjur, Svanfríður
úff vá ég er enþá að hakk í mig páskaegg, þar sem ég þurfti nauðsynlega að draga drengina í land með sín þá gat ég geymt mitt lengur og er að gæð mér á því í tíma og ótíma(eins og ég þurfi á því að halda) Flottar myndir af grísunum,oh ég væri alveg til í að fara chilla í 19 gráðum með hvítt i glasi og e.h fínt á grillinu. Bestu kveðjur og já endilega við tækifæri að kenna kellu að photoshoppa til að létta henni lífið við mynda innsetningu. o.k kv Guðbjörg og co
Skrifa ummæli