18.1.08

Austurland og Austurland að glettingi

Norðlæg átt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða él, þokubakkar við ströndina. Útlit fyrir hvassa suðaustan átt með slyddu og rigningu og hlýnandi veðri og glerhálku og hræðilegri bleytu og eymd og volæði. Móðir Náttúra haldin alvarlegum valkvíða og veit ekkert hvort á að vera vetur eða vor eða rosalega síðbúið haust. Tókst að týna nýju regnhlífinni minni og komst einnig að því að það er ekki viturlegt að stytta sér leið í glerhálku og vaðandi vatn upp að öklum! Maður sparar hvorki tíma né bleytu.

Annars var hún Swaný hér að spyrjast fyrir um börnin mín, hvort þau gerðu eða segðu aldrei neitt sniðugt. Það held ég nú, all the time. Er bara svo ægilega léleg í að muna svona enda er það ekki eins áberandi eins og þegar þau voru lítil. Baltasar er hættur að klifra upp á 2. hæð og ganga jafnvægisgang á svalahandriði og ekki hefur hann heldur kúkað á tröppurnar úti lengi! Og ekki hefur Saga horfið úr skólanum nú í að verða ár, og ekki hangið utan á 2. hæða húsi. Okkar líf er orðið svo rólegt miða við fyrri ár að manni(og konu(vill ekki fá femínista félag íslands á hnakkann!)) finnst bara lítið gerast.

Saga er að vísu rosa upptekin af að skifta um hlutverk og klæðir sig eftir því. Einn daginn er hún Hermine í Harry Potter og ég verð að laga hárið hennar og svo finnur hún sér dökk föt, eða þá er hún Stefani og vill endilega klippa sig stutt og láta lita á sér hárið bleikt(over my dead body) eða svo er hún hundleiðinlega Lotta sem flytur að heiman og er alltaf í fílu. Okkur leiðist hún.

Baltasar er bara sætur að vanda, komin með tvöfaldan tanngarð í neðri og við verðum bara að bíða eftir að barnatönnunum þóknist að detta út. Er farin að æfa bandy og voða ánægður með það og er ekki enn búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Síðast var það spæari! Hann ætlar allavegna að búa á Mallorca og eiga hunda. Og við megum koma í heimsókn á sumrin.

Þetta var nú bara slatti.

Lag vikunar, Girlpower delux með einni sem hefur verið að í langann tíma. Hefði sko ekkert á mótir því að vera svona glæsileg og svöl á sekstugsaldri. Finnst þetta æðislegt lag hjá henni,rokk on Blondie. Þetta er svona lag sem manni langar til að hoppa við á tónleikum.



Vonandi áttu notarlega janúarhelgi. Over and out frá austurlandi hinu norska

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara að kvitta fyrir mig, og já gaman væri að fara hittast a msn eða bara heyrast.
Góða helgi alles.
kv Guðbjörg og co.

Nafnlaus sagði...

hæ eigðu góða helgi á hinu norska austurlandi. kv. úr vesturbæ Reykjavíkur Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

haha-takk.
Kúkaði hann úti á tröppum-mikið hefur verið gaman að þrífa það upp. Og að hanga utan á 2.hæð-Michale Jackson tendesar eða....?
Takk fyrir þetta og góða helgi.

Nafnlaus sagði...

alveg smmála thér um lagid... algjör snilld!

Sammála thér líka um hvad ferdir um bloggheima eru skemmtilegar :)

Vonandi hafid thid thad bara gott í thessu skrýtna vedri... hér hefur blásid all vel í allan dag en er eitthvad ad verda betra núna en thad virdist ekki aetla ad koma neinn almennilegur vetur hérna í Sverige í ár!

Nafnlaus sagði...

Veðurfarið í N-Florida er KALT ! Rok og rigning og hitastigið á að fara niður í -6c í nótt !

Blessuð börnin já ...

Góða helgi-Guðrún

Védís sagði...

Halló frænka,
var mikið búin að pæla í hver þessi "egga-la" væri sem er alltaf að kvitta hjá stóru systur. Það endaði með því að ég spurði hana um jólin og hún að sjálfsögðu upplýsti mig.
(Þú kannski fattar ekkert hverra manna ég er) ;)