15.1.08

Bloggarar hér og þar og allstaðar

Ég er svona frekar forvitin manneskja að eðlisfari og blogg hefur alveg hitt í mark hjá mér. Í gegnum það get ég "njósnað" um fólk án þess að hanga á glugganum hjá viðkomandi(hætti því um 12 ára aldur).Komist að hinu og þessu, bæði nytsamlegu og svo minna nytsamlegu. Nenni samt ekki að lesa stjórnmálaþvaður og svoleiðis neikvætt - tel það ekki nytsamlegt. Stoppa samt oftast stutt við hjá ókunnugum, finnst skemmtilegra að lesa um vini og kunningja og hvað þeir/þau/þær eru að gera. Mikilvægt að fylgjast með.

Rakst á einn blogg um daginn hjá guðfræðinema sem ætlar sér að verða djákn þegar hún er búin með nám. DJÁKN ! Verð nú bara að viðurkenna að ég er svo vitlaus að ég veit ekki hvað svoleiðis fólk gerir - hef bara heyrt um djáknan á Myrká. Fannst það allavegna voða spennó að ætla að verða djákn!

Og svo eru öll útlensku bloggin með allskonar skemmtilegum myndum og videoum sem er algjör nauðsyn að skoða svona við og við. Mikið hlæ hlæ oft á tíðum. Finnast líka íslensk blogg eins og þetta "fréttablogg". Algjör della en stundum er ágætt að lesa algjöra dellu sem mótvægi við allar harmafréttirnar maður les um í blöðunum daglega.

Matarblogg ættu að vera öllu mataráhugafólki skyldulesning. Það er ekki neitt smá spennandi heimur þarna úti. Það sem maður á eftir að læra í matargerðarlist. Þessi síða er algjör snilld. Ætlaði nú að vera svo dugleg og prófa eina nýja uppskrift á viku en verð nú að viðurkenna að það hefur ekki alveg tekist - enn!

Það er svo mikið spennandi og áhugavert og líka óspennandi og óáhugavert þarna úti í himin-blogg-geiminum. Ætli mitt blogg teljist nú ekki sem það síðara enda færi ég engum neina visku, bara góða tónlist öðru hverju ;-)



Vildi bara blogga aðeins um blogg og deila með ykkur þessum mjög svo krúttlega kettlingi sem ég fann á einum af mínum ferðum um bloggheiminn.

sjáumst á föstudaginn

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú svolítið fyndin Helga mín :)Það er djákni, ekki djákn. sjá mikið um sáluhjálp. Þó nokkuð um að hjúkrunarfr. fari í djáknanám. kv.Anna

Álfheiður sagði...

Þá er ég líka njósnari ... mér finnst gaman að lesa blogg hjá fólki sem hefur orðið á vegi mínum einhvern tíma á lífsleiðinni.
Þitt blogg er bara mjög svo skemmtilegt og áhugavert. Alltaf gaman að fylgjast með hvað þú og þið eruð að gera. Finnst eins og ég hafi kynnst þér upp á nýtt eftir margra áratuga hlé ... :o)

Nafnlaus sagði...

Hehehe....já ég hitti gamla bekkjarfélaga fyrir tveimur árum og varð einmitt eins og fífl þegar ein sagði mér að hún væri djákni;o) veit í dag um hvað málið snýst og ber mikla virðingu fyrir þessu starfi.
og já það er alltaf gaman að fylgjast með fólki, kíki alltaf reglulega á þá sem ég þekki:o)

Egga-la sagði...

og hver sagði þetta síðasta?

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Það er bara e-ð við þetta blogg. svo einfalt er það. Þú ert líka skemmtilegur bloggari. Ég hlakka alltaf til að lesa pistlana þína.
Bara smá forvitni-hafa þau systkin ekkert lent í neinu skemmtilegu undanfarið-eða sagt e-ð fróðlegt:)?

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ Helga Dís. Ég er í njósnaleiðangri um netið og datt hér inn gegnum síðuna hennar Álfheiðar. Fyndið að þú skulir akkúrat vera að tala um þetta:)Skemmtileg bloggin þín og gaman að spæja um þig. kv Adda (stúdentagarðarnir við Eyrarsund manstu;)

Nafnlaus sagði...

Ég á víst þessa nafnlausu færslu sem slæddist inn...sorry er ekki vön að læðast um nafnlaus..hehe:o)