11.1.08

Djí hvað tíminn líður hratt !

Núna er janúar alveg að verða hálfnaður. Mér finnst ég stundum lifa í einhverju vakúmi,veit ekki alveg hvað verður að tímanum. Finnst ég ekki nota hann neitt gáfulega. Ætla alltaf að æfa meira, borða minna óhollt, elda fyrir alla vikuna, taka til í skápum, læra meira, heimsækja vini mína oftar, fara á tónleika og leikhús og bara lifa skemmtilegra. En fyrr en varir hafa vikurnar liðið og ég hef ekki gert neitt af því sem ég ætla mér. Það var víst einhver vitur maður eða kona sem sagði að "Life is what happens when you're busy making other plans". Mikið rak sú manneskja naglann á höfuðið. Vikan semsagt farið í ekki neitt, hef að vísu farið í gymmið 2x(geðveikar harðsperrur) og svo eldaði ég fisk á þriðjudaginn svo ég hef nú allavegna eldað hollt og svei mér þá eldaði líka stóran skammt af súpu og gat fryst restina(talandi um myndarlega húsmóður). Jú og byrjaði á ljósmyndanámskeiði á miðvikudaginn. Hmm, kannski að það gerist fullt í mínu lífi! Hef bara ekki tekið eftir því.

Annars var hún dóttir mín svolítið fyndin um daginn, hún var að læra heima í stærðfræði og ég var eitthvað að reyna að hjálpa henni. Þetta var ekki alveg að falla í kramið og sagði sú stutta hátt og skýrt við móður sína "Láttu mig vera, ég vill vinna sjálfstætt". Well eksjús mí!Held allavegna að hún eigi sko alveg eftir að pluma sig í lífinu.(Vill vekja athygli á að hún er búin að skifta um nafn og heitir núna Stefani(eða Solla stirða á ísl.))

Lag vikunar er ekki gamallt. Ákvað að breyta aðeins til og taka smá pásu(en bara smá)á þessu gamla og góða og leggja út mín uppáhalds lög bæði róleg og ekki.Troða upp á ykkur mínum tólistarsmekk. Þetta lag hér er með noskri rokk hljómsveit sem heitir Maderudgada, einhverra hluta vegna gáfu þeir út hálfgert kántrílag sem ég fíla bara svona rosa vel. Hvað finnst þér um þetta lag?



Gróðahelgi!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða helgi og skilaðu kærri kveðju til Stefani! ha ha!

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár kæra fjölskylda. Til hamingju með pabba gamla/unga.
Ég mindi nú bara segja að þú sért að gera töluvert við tímann þinn svo það er ósköp eðlilegt að hann líði og honum líður vel.
Flottar myndir hjá þér, þú ert alveg efnilegur ljósmyndari og photoshoppari you go girl...
Bestu kveðjur til ykkar allra
p.s gott lag

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Stefani og Eyjólfur ættu vel saman, hann heitir víst Íþróttaálfurinn og borðar íþróttanammi í gríð og erg. jájá:)
fínt lag.

Nafnlaus sagði...

Hæ Halló halló þú átt líka tvö börn og mann. Það tekur tíma líka :) ég held að maður gleymi því stundum. ég er líka sammála Guggu þú ert nú búin að gera helling. eigðu góða helgi.kv.Anna

Oskarara sagði...

Gott lag sys! Þekki þetta allt saman. Talandi um dætur sem vilja breyta nöfnum en þá er Dagmar búinn að ákveða að heita Áslaug þegar hún verður stór, einmitt það já.
P.S Bandið heitir Madrugada
Hilsen.

Nafnlaus sagði...

Ohhhh ég væri til í eitt stk ljósmyndanámskeið og kanski líka einhverja súper flotta myndavél !

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ljósmyndalinkinn Helga ! Var að skoða myndirnar þínar ... flott inni hjá ykkur ... mig dreymir um parket :)