Jæja þá er hversdagsleikinn tekinn við. Byrjuð að vinna aftur, pabbi og mamma farin til Íslands og krakkarnir byrjuð í skólanum.
Það verður nú að segjast að 2007 hafi verið viðburðarríkt ár. Eitt að þessum árum þar verða eitthvað nýtt gerist.
Við byrjuðum að leita að nýju húsnæði í 2006.Eftir árs leit fundum við loksins það sem leitað var að og við keyptum loksins nýtt hús sem við tókum við 1.ágúst 2007. Svo byrjaði Baltasar í Levre barnaskóla í lok ágúst. Ég fetjaði í hans fótspor og fór í fjarnám í Háskólanum í Bergen í margmiðlun. Bara ein önn, svona til að bæta aðeins við mig. Við vorum svo allt haustið að koma okkur fyrir og læra heima! Gekk vel í prófum og við erum búin að koma okkur fyrir að mörgu leiti, verðum samt örugglega að í mörg ár. Tekur alltaf tíma að ákveða hvar myndir eigi að vera, kaupa gardínur osfr. Eigum eftir að gera fullt eiginlega en það verður gert smám saman.
Núna fer garðverkefnið mitt að byrja, erum að fara að teikna garðinn og ákveða hvað á að gera í sumar.Við erum með 3-5 ára plan fyrir garðinn. Gera lítið í einu svo maður eyði ekki öllu sumrinu i garðframkvæmdir.Ætlum að byrja á að byggja pall og setja upp sandkassa handa heimasætunni. Hún er enn þar og finnst fátt skemmtilegra en að moka(hún kallar það baka). Verðum að hafa eitthvað fyrir hana að dunda sér í garðinum því hún fer ekkert ein út að leika. Verðum að geta fylgst með henni öllum stundum. Er svo mikill álfur þessi elska. Ætlum líka að rífa upp fullt af ljótum runnum sem hvorki blómstra fallega eða bera ávöxt. Og fjarlæga/flytja rósarunnana sem eru staðsettir undir öllum svefnherbergisgluggunum. Skil ekki hvaða staðsetning það er fyrir rósir. Vespur og aðrar flugur keppast við að halda sig í námunda þessi blóm og fyrir vikið eru vespur á sveimi þar sem við sofum. Ekki sniðugt.
Jólin hafa annars verið ansi ljúf. Búið að slappa mikið af, sofa lengi, borða alveg óhugnalega mikið af öllu góðu og ekki endilega svo hollu. Það var nú enginn snjór hér í jólafríinu en var samt kallt svo það var hægt að fara á skauta. Keypti mér skauta og fór á skauta í fyrsta skifti síðan ég var 12 ára. Verð nú að viðurkenna að það gekk betur en ég hafði reiknað með. Dett allavegna ekki en get nú ekki sagt að ég þjóti neitt um ísinn. Og er búin að gleyma hvernig maður bremsar en það hlýtur að koma. Baltasar byrjaði svo að æfa bandy en hann er nú bara nokkuð seigur á skautum. Saga líka. Pabbi keypti sér skauta og dreif sig á svellið með okkur, gekk alveg vonum framar. Datt allavegna ekki!
Önnur plön eru að ég er að fara á ljósmyndanámskeið, ætla loksins að læra á nýjustu myndavélina mína.Förum til Rómar í apríl en eigimaðurinn verður 40 ára gamall/ungur! Komum til Íslands í júlí og verðum tæpar 3 vikur. Gerum ráð fyrir að heimsækja mágkonu mína í Portúgal líka í júlí.Semsagt nóg að gera eins og alltaf.
over and out í bili.
p.s. gleymdi lagi vikunar í síðustu viku.Gleymi því ekki þessa vikuna.
8 ummæli:
já við verðum að fara drífa okkurí heimsókntil ykkar við tækifæri og sjá nýja slottið. kv Anna
Gleðilegt ár sömuleiðis og njótið komandi árs.
Gaman að eignast hús, en því fylgir líka vinna, skemmtileg reyndar. Þurfum að skipuleggja garðinn upp á nýtt, ég vil hafa svona notendavænan garð, núna eru örugglega um 100 tegundir af jurtum og alskonar beðum sem útheimta reytingar og alskonar leiðindi í miklu magni.
Gott að heyra að lífið gengur vel. Kær kveðja úr Gulluhúsi.
Gaman að sjá pistil um síðasta ár.
HAfið það alltaf gott og ég styð sandkassa-það er svo mikið fjör.
Gleðilegt nýtt ár og til hamingju með pabbann um daginn!
Kveðja frá Höfn
Hmm gleymdi að segja að þetta var hún Dísa frænka þín hérna í síðasta kommenti
"Kemur til Íslands í júlí?" Ætlar þú að missa af brúðkaupi aldarinnar Í JÚNÍ :) Vona að þetta hafi verið innsláttarvilla hjá þér góða mín. 28 JÚNÍ!!!
Skrifa ummæli