verður þetta hjá mér í dag, er að fara til Köben með henni dóttur minni.Í svona mæðraferð! Ætlum að gista hjá vinkonu minni sem heitir Nacima en hún á dóttur sem heitir Elisa og er 2 vikum eldri en Saga. Hún er líka með downs heilkenni og við kynntumst þegar þær voru bara nokkra vikna. Höfum haldið sambandi síðan, stundum miklu og stundum minna en alltaf eitthvað band. Hlakka þvílíkt til, er alltaf eins og að koma heim.Á trúlega alltaf eftir að sakna Köben. Hún er mín borg. Hef aldrei saknað Reykjavíkur á sama hátt enda hef ekki búið þar jafn lengi eða allavegna samfleytt jafn lengi. 10 ár er langur tími og svo er nú ekki erfitt að láta sér líka við Köben. En danir er aftur á móti alveg hræðilega gamaldags þegar kemur að fötlunarmálum. Langt aftur í rassi þar. Var rosalega á móti þeirra kerfi en þeir stunda stífa aðskilnaðarstefnu fyrir þessa krakka. Þeir gátu ekki skilið þarna á fötlunarskrifstofunni hennar Sögu þegar hún var lítil að ég vildi að hún gengi í venjulegum leikskóla.Það er ekkert bannað, bara mál og ekki mælt með því.Steinaldarmenn!
En úr einu í annað þá las ég þessa frétt hér á Vísi.is og mikið innilega vildi ég óska að þetta væri lifandi vera Vá hvað yrði gaman. Spáðu ef það loksins eftir allann þennan tíma kæmi í ljós að það væri í rauninni líf á Mars.Hef verið að bíða eftir lífsmarki frá ég var krakki. En þetta er samt örgugglega bara klettur.
Nú þetta var kannski ekki svo stutt. Er allavegna farin. Þessa vikuna ákvað ég að breyta aðeins til legg hér út þetta fyndna video um dani!
Ha' en god weekend alle sammen
5 ummæli:
vonandi eigið þið mæðgur rosa góða helgi í Köben. kær kv Anna
Hafið það gott í Köben. Mæðgnaferðir eru af hinu góða.
Kv. úr kuldanum
Hafðu það gott í Köben...væri alveg til í að vera á leiðinn þangað:o)
hahaha-frábært myndband
Góða skemmtun í köben.
alltaf gaman í Köben :) Vonandi verdur helgin ykkar Sögu gód!!
Skrifa ummæli