14.3.08

Ég vill senda geðveikar saknaðarkveðjur

til sæta stráksins sem ég sá niðri í Hafnarbúð laugardaginn 15 maí 1985 - long tæm nó sín! Og svo vill ég vill senda sukkaðar stuðkveðjur,sjúkar ástarkveðjur og sjúskaðar pæjukveðjur til allra ykkar sem nenna að lesa bloggið mitt.

Fengu þið ekki algjört flashback?

Var nú ekki gaman að hlusta á útvarpið í gamla daga. Það voru að mig minnir 3 tónlistarþættir í íslenska útvarpinu áður en rás 2 kom til sögunnar. Óskalög unglinga var nátturulega vinsælastur hjá Helgu gelju en þar voru allir geðveikir,sjúkir og sukkaðir og maður sat með kassettutækið tilbúin til að taka upp vinsæl lög.Þessum þætti missti maður bara ekki af.
Óskalög sjúklinga hljómaði á öldum ljósvakans á hverjum laugardagsmorgni í mörg ár. Alltaf voru spiluð lögin "Traustur vinur" og "Stand by your man" og hálf þjóðin bifaðist af geðshræringu í hverri vikur yfir þessum lögum.
Á frívaktinni var nú ekki amalegur þáttur heldur. Þá voru nú alltaf spiluð einhver gamalkunn sjómannalög eins og lagið um hann Þórð sem elskaði sjóinn og fannst sjómennskan ekkert grín.

Það voru greinilega bara unglingar,sjúklingar og sjóarar sem höfðu þörf fyrir tónlist og kveðjur á þessum tíma.

En þegar Rás 2 kom urðu ekki neinar smá breytingar í lífi unglings. Allskonar popptónlist, útlenskir vinsældarlistar og léttmeti daginn inn og út. Og manni fannst helgarkveðjurnar alveg geysilega spennandi, sérstaklega afþví þeim var útvarpað eftir kl 23 á föstud. og laugardagskvöldum og þá gat maður hringt inn með kveðjur og óskalög.

Ég og Hjördís vinkona mín ákváðum nú að nýta okkur þessa þjónustu og vildum vera rosalega svalar og biðja um franska lagið "Je t'aime" (lagið sem parið er eitthvað að pota í hvort annað og stynja). Þar sem við vorum með eindæmum flissgjarnar fórum við nátturulega alveg í kerfi og byrjuðum að flissa þegar þeir á Rás 2 svöruðu og ég(að mig minnir) sagði að "Hjödda og Helga Dís sendu öllum Hornfirðingum stuðkveðjur með franska ríðilaginu!!!" Ekki tókst betur en svo að þegar kveðjan var lesinn hljómaði hún á þessa leið : Helga Dís og Hjödda fá stuðkveðjur frá ÖLLUM HORNFIRÐINGUM. Mæ god hvað íslenska þjóðin hefur haldið að við værum vinsælar. En þeir spiluðu ekki franska ríðulagið. Skrýtið!

Lag vikunnar er tileinkað þessum tíma, alltaf eitthvað svo vorlegt við þetta lag.



Góða helgi.

6 ummæli:

kollatjorva sagði...

ahahahah ég skellihló upphátt!!!
Goood times og geðveikt lag og ég sammála, það er eitthvað vorlegt við það. Annie Lennox er bara geðveik söngkona..

Nafnlaus sagði...

ha ha ha alveg frábaer faersla og man vel eftir thessum tímum thegar útvarpid skipti svo miklu máli, man líka vel eftir útvarpsleikritinu á fimmtudögum thegar ekkert sjónvarp var...
Svo ad lagi vikunnar alveg yndisleg lag og ein vinkona mín söng alltaf, mister johnsson is an angel....

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er yngri en þú en ég man eftir þessum þáttum.
Ég man að einu sinni þá horfði ég á eftir þér, Hjöddu og tveimur öðrum stelpum, labba niður Hlíðartúnið. Einhver var í kúkabuxum og með ásetta hettu yfir úlpunni. Mér fannst þið svo flottar!!!!!!!!!!!!!!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er yngri en þú en ég man eftir þessum þáttum.
Ég man að einu sinni þá horfði ég á eftir þér, Hjöddu og tveimur öðrum stelpum, labba niður Hlíðartúnið. Einhver var í kúkabuxum og með ásetta hettu yfir úlpunni. Mér fannst þið svo flottar!!!!!!!!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

díííííí ahahhaha þetta var ótrúlegur tími, svo gaman. Gleymi ekki þegar var síðan spólað til baka 30 x í röð eða eitthvað álíka til að hlusta á lagið sem sem var í sérstöku uppáhaldi þá vikuna.
Frábært að kíkja hér við hjá þér Helga á föstudagskvöldum... :)

kveðja
Ella

Nafnlaus sagði...

Það var nóg að lesa titilinn á póstinum ... datt í hug hvaða koma skildi ! Að sjálfsögðu ógleymanlegur tími !

Góða helgi - Guðrún