5.3.08

Hræðilegt kvöld

Í gær eyðilagðist hús nágrannana í eldsvoða. Sem betur fer björguðust allir.

Ég var að koma af foreldrafundi rétt rúmlega níu í gærkvöldi og sá að það var að brenna hjá þeim. Ég fékk algjört sjokk því leikfélagi Baltasars býr þarna,en þetta er tvíbýli og ég var ekki viss um hvoru megin hann bjó. Ég hljóp inn til nágrannakonu sem á son(Eirik) sem er líka leikfélagi stráksins(kom í ljós að hann hafði verið hjá honum til kl 19:30 sama kvöld) og við hlupum í loftköstumm upp að húsinu við hliðina á því sem brann(þar býr bekkjarsystir Baltasars og Eirik) og hittum þá alla íbúa brennandi hússins. Það var mikill léttir að sjá að allir voru heilir á húfi og ég komst að því að þetta var ekki þeim meginn sem strákurinn bjó en því miður náði eldurinn taki á þakinu og kl 21:30 féll allt þakið saman og brann þá í báðum íbúðum. Athugið að þetta gerðist allt á innan við hálftíma og þetta er stórt hús svo hraðinn á brunanum var alveg ógnvæglegur.

Það voru 6 brunabílar að slökkva eldinn og þegar ég loksins fór að sofa um miðnætti voru þeir enn að. Þrjár fjölskyldur misstu húsnæði og allt innbú í nótt.

Í morgun fórum við, ég og mamman Eirik og tókum strákana upp að húsinu til að þeir gætu fengið að melta þetta aðeins því þeir voru nátturulega alveg í sjokki. Nágrannastelpan sem hafði sofið í allt gærkvöld meðan á þessum hörmungum stóð var nátturulega í áfalli enda bara nokkrir metrar á milli húsana. Hún hafði tekið mynd af húsinu í morgun svo að bekkurinn gæti séð því fyrir svona litla krakka er þetta ansi óhugnalegt og mikilvægt að þau fái réttar upplýsingar svo þau fari ekki að ímynda sér eitthvað sem ekki er og verði bara hrædd og óörugg.

Aldrei hef ég upplifað svona áður og vona að ég eigi ekki eftir að gera það aftur. Maður var hræddur um á tímabili að eldurinn næði í nágrannahúsin því það var ansi sterkur vindur en sem betur fer gerðist það nú ekki. Við vorum aldrei í neinni hættu því við erum ekki það nálægt.Núna þegar maður kíkir út um eldhúsgluggan minn, upp á hæðina sem er yfir götunni okkar blasa við manni brunarústin einar þar sem áður var glæsilegt stórt gult hús. Gasalega sorglegt.

3 ummæli:

Álfheiður sagði...

Úff ... ekki gott þegar svona gerist. Gott hjá ykkur að fara með strákana og sýna þeim ummerkin.
Kveðjur til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Þetta er hræðilegt, virkilega sorglegt. Farið vel með ykkur. Gulla Hestnes

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Jesús minn, þetta eru hræðilegar fréttir og svo sorglegar. Allt horfið á augabragði...þrátt fyrir það er gott að allir björguðust.
Hafið það gott,Svanfríður