7.3.08

Lítið að segja

þennan föstudaginn, hef sagt það sem segja þarf um þessa viku.

En eitt er sem ég ekki skil og það eru sumar ástarsenur í kvikmyndum. Þessar þar sem konan sem klædd er í kjól eða pils og berfætt í háhæluðum skóm og svo er hún afklædd og karlinn fer að sjúga á henni tærnar. Hvað er það eiginlega? Ég meina að flestar konur vita að maður svitnar alveg slatta þegar maður er berfættur í skóm. Á hann að vera með eitthvað svita fetish? Ég get hreinlega ekki hugsað um annað þegar ég sé svona senur en hvort það sé ekki táfýla af dömunni.Er það bara ég sem er svona raunsæ eða eiga fleiri við þetta sama vandamál að stríða þegar horft er á svona senur. Og afhverju fer fólk aldrei á klósettið heldur í kvikmyndum.Er það ekki smá skrýtið!

Lag vikunnar,ta ta ta tam.Búin að vera haldin töluverðum val-kvíða yfir að finna lag því það eru svo mörg skemmtileg sem mig langar að deila með ykkur.Ákvað að halda mig í gömlu góðu danslögunum þessa helgina líka og trúið mér þetta er gamalt og dásamlega púkalegt.Hafði aldrei séð það áður.Góða helgi

p.s búin að googla bófann í vinnunni minni og ekkert kemur upp. Ábendingar um aðferðir við frekari njósnir vel þegnar.

3 ummæli:

Iris Heidur sagði...

Man svo eftir þessu lagi, en hafði aldrei séð myndbandið fyrr. Þvílíkt sem það er hallærislegt og gaurinn eins og vélmenni, stirður og glataður dansari :)hehe...yndislega eighties!!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

gott lag og lögin frá þessum áratug eru enn í miklu uppáhaldi hjá mér og Spandau Ballet ofarlega á lista..ásamt fullt af öðrum.

Nafnlaus sagði...

váá segji ég nú bara ... ég er einmitt líka föst í gömlum smellum !

Góða helgi að westan*