Eins og áður hefur komið fram heimsóttum við tengdó um páskana. Tengdafaðir minn er svona hálft í hvoru komin á eftirlaun og hann er maður sem hefur ferðast mikið og víða um æfina. Verið nokkru sinnum á suðurskautinu, búið í Afríku, Pakistan og Svalbarða, er með próf á loftbelg og keyrir um á Harely D. Hefur semsagt verið bissí maður. Hann varð nú að finna sér eitthvað til dundurs eftir að hann fór að taka lífinu aðeins með ró og hellti sér út í ættfræðigrúsk. Ó mæ god hvað hann varð helnuminn af því. Er búin að finna alla forfeður í bæði móður og föðurætt og viti menn - allir sem einn voru nátturulega aðalsmenn og annað fínt! Búin að hafa upp á öllum ættarskjöldunum og safnar þessu samviskusamlega inn í gagnagrunn og sendir okkur reglulega meila með allskonar áhugaverðum upplýsingum sem við lesum með óbilandi áhuga (ehem!).
En svo gerðist það um páskana að hann sagði vera að hugsa um að bæta við í nafnið hjá sér. Búin að finna nafn frá einum af þessum merku forfeðrum sínum og vill endilega bæta því við ættarnafnið sitt og vonar þess einnig að Jan Chr. og krakkarnir geri það sama.
OG hvað er svo nafnið : jú ekki ómerkara nafn en JERNSKEGG! Saga mun þá heita Saga Christiansdóttir Jernskegg Haugland - not næs. Ef Baltasar gerðist handrukkarin þá gæti hann bara kallað sig Baltasar Jernskegg! Nafnið eitt myndi hræða líftóruna úr fólki.
OVER MY DEAD BODY sagði ég bara. Kemur ekki til mála, aldrig i livet, nó vei hósei vill ég að börnin mín beri svona fávitalegt nafn. Þau fengju örugglega sent víkingahjálm frá nafnaskiftingarnefnd ef við fengjum þessar nafnabreytingar í gegn. Ég meina, þetta er víkingarnafn. Nobb, enginn hérna meginn við landamærinn mun skifta um nafn. Tengdamóður minni finnst þetta alveg gasalega fyndið(enn sem komið er) enda ekki endanlega búið að sækja um nafnabreytingu. Veit svo sem ekki hvort hann endi á að gera þetta en þetta sýnir bara hvað hann er óhemju áhugasamur um upphaf sitt eða hversu óhugnalega mikið honum leiðist. Ekki góð hugmynd fyrir alla að fara of snemma á eftirlaun.
Jæja fastir liðir eins og venjulega. Lag vikunnar. Valdi eitt rólegt að þessu sinni, er í svo rólegu skapi þessa dagana. Er að spara mig og stuðlögin fyrir vorið.
6 ummæli:
Díses kræst, ég skelllllihló.. nei, fólk á ekki að hætta of snemma að vinna, held að tengdapabbi þinn sé sönnun þess. Kíkti á Sögu, hún er náttúrulega bara flottust. Hlakka til að hitta þig í næstu viku.
Gott lag...frábaer mynd af Sögu og svona svolítid ödruvísi nafn ... :0
Hafid thad gott um helgina.
Kvedjur frá Sverige!
Ja hérna....sá gamli kemur sífellt á óvart, Jernskegg :) einmitt....
Myndin af Sögu er æðisleg, enda ekki við öðru að búast, hún er jú soddan bjútí!
Kveðja í kotið,
Íris
Járnskeggur er nafnið, hvað er þessi annars ágæti eftirlaunaþegi gamall? Hljómar "soldið" töff. Saga Járnskeggsdóttir...uhm. nei. Kveðja með góða helgi í bæinn. Gulla
Hann er ótrúlegur karlinn. Falleg mynd af Sögu. Heldur þú að það sé hægt að fá þetta á prentuðu formi?
kv, mútta
Múhahahaaa...snilld!
Fræbær mynd af sögu;o)
Skrifa ummæli