3.6.08

Fyrirfram Föstudagur - aftur

það er komið sumar og sól í heiði skín, vetur burtu farinn og tilveran er fín.

Ella Sigga og Salka að koma á eftir og helgin tekin snemma. Vinn bara fram að hádegi í dag og svo verður maður í hlutverki gestgjafa alla helgina. Gaman. Þarf líka að pakka fyrir litla strákinn minn sem er að fara á Hornafjörð (svona ef það skildi hafa farið fram hjá þér) en það er svo mikið í boði fyrir hann þar að ég fékk alveg valkvíða þegar ég sá bæklinginn frá bænum. Sundnámskeið, leikjanámskeið, fótbollta og frjálsar. Alveg frábært fyrir hann. Og vonandi verður hann orðin fullfær í íslenskunni eftir 6 vikna dvöl. Til þess er nú leikurinn gerður.

Annars hef ég þetta að segja:


  • Josef Fritzl frá Austurríki hefur fengið 300 ástarbréf frá konum sem telja að hann sé misskilinn maður - sé í rauninni umhyggjusamur bangsi með stórt hjarta.Hvaða hálfvitar eru þetta eiginlega. Ég verð stundum alveg pirruð á að hlusta á fréttirnar.

  • Skólaverkfall búið. Hjúkk!

  • Spáð áframhaldandi hita fram yfir helgi með 27-29 stiga hita. Er hægt að kvarta yfir því. Njet.

  • Nú er orðið ljóst að það verður gerð sjónvarpsþáttaröð um Dissimilis og Óperuna. Í allt verða gerðir 6 þættir þar sem verður fylgst með á æfingum, búningarprufum osfr. Saga verður eitt af þeim börnum sem verða aðeins meira í sviðsljósinu að mér skilst. Verð nú að taka þessa þætti upp þegar þar að kemur

  • Ísbjarnarmorðið á Íslandi er í öllum blöðum í Noregi. Vesalingurinn að fá svona drepandi móttöku. Örugglega fullt af krökkum sem óska sér ísbjarnar sem gæludýrs, munið ekki eftir bókinni "Má ég eiga hann". Hann hefði nú glatt eitthvað barnshjartað!


Lag vikunnar er sumarlag, gamalt og gott sumarlag. Chill on!



Góða og blessaða helgi.

6 ummæli:

kollatjorva sagði...

samkvæmt einhverri spá sem ég sá þá á að fara að rigna á mánudaginn þegar ég kem.. ég meina.. manni getur nú sárnað..

Nafnlaus sagði...

Allt að gerast og það er gott. Tek undir með þér fyrstu upptalningunni: Mér verður illt. Kær kveðja. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Hæ fráært að fá gott veður hér er rigning um helgar þegar maður er í fríi frábært kv Unnur

Nafnlaus sagði...

Hvaða,hvaða bara alltaf vinkonuheimsóknir ! Bið að heilsa þessari vinkonu líka ! Þó styttra sé síðan ég sá hana en Beggu .. bara síðasta sumar !

Góða Helgi - Guðrún

Nafnlaus sagði...

En hvað verður gaman hjá Baltasar á Hornó.Hann hefur ekkert smá gott af þessu, og þú líka :) Vonandi eigið þið stelpurnar góða tíma saman. Góða helgi. Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hér hefur rignt í marga daga stanslaust og við höfum látið skrúfa fyrir vatnið inni hjá okkur. Móðir náttúra sér fyrir baðvatni, vatni í eldamennsku og þvottavatni.
Vonandi gekk ferðin heim vel fyrir Baltasar-hvernig líður þér?