13.6.08

Helgi

Alveg er það makalaust hvað margir á Moggablogginu blogga um Bubba Mortens. Nei segi bara svona!

Annars gerðist slys í vinnunni hjá pabba mínum í gær og hann var fluttur suður þar sem hann gekst undir aðgerð í gærkvöldi. Hef ekkert heyrt frá hvernig það gekk en þetta voru ekki lífshættuleg meiðsli, bara ægilega óheppileg og á eftir að taka smá tíma að verða góður aftur. Vonast til að heyra frá mömmu í dag.

Er annars búin að ákveða að kaupa íslenskar gamanmyndir í íslandsferðinni. "Stellu í Orlofi" því hún er svo fyndin og er viss um að Baltasar hefði gaman að henni. Hugsaðu um þíns eigins typpi hlýtur að vera ein besta kvikmyndasetningin á Íslandi. Og líka "Með allt á hreinu" afþví hún er bara klassísk. Hræðilega illa leikin og bara fyndin í alla staði. Sögu finnst svo skemmtilegt að horfa á söngvamyndir. Og mér líka (nema Mouline Rouge OMG hvað hún var leiðinleg).

Annars bara hræðilegir skógareldar hér í Noregi, þeir stærstu síðan seinni heimstyrjöld. Minnst 10 sumarbústaðir orðnir að ösku og um 75 fjölskyldur urðu að yfirgefa heimili sín því mikil hætta var á að húsin þeirrra gætu orðið eldinum að bráð. Vonandi fer að rigna, búið að spá því alla vikuna bæði á suður og austurlandi en hér er líka mikil hætta á skógareldi en ekkert gerist. Var spáði rigningu í dag og núna er sól úti.

Hey og hver er þessi Unnur sem kvittar hér öðru hverju. Forvitnin alveg að fara með mann.

Nýjar myndir hér.


Þetta var allt sem ég hef að segja þessa vikuna en endaði sem eitthvað bland í poka hjá mér. Svona er það þegar maður lifir óspennandi venjulegu hversdagslífi! Lag vikunnar er í anda sumarsins en samt í rólegri kanntinum.Góða helgi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vona að það verði allt í lagi með pabba þinn !

Flottar myndir eins og alltaf !

Góða Helgi - Guðrún

Nafnlaus sagði...

gaman að skoða myndirnar, flottar, þetta var frábær ferð fyrir okkur Sölku.

Kv
Ella
p.s.
Baltasar var hér í dag með okkur, "lenti" í afmæli hjá Stefáni Loga 2 ára og hitti slatta af krökkum í hverfinu.

Nafnlaus sagði...

Hæ Helga! Unnur Björnsdóttir hér bjó á Hrísbraut á Höfn .

kollatjorva sagði...

aldeilis frábærar myndir mín kæra. Vona að pabbi þinn verði sprækur sem lækur, hvað er einn putti til eða frá :)
bestu kveðjur til míns kæra norge
kolla

Nafnlaus sagði...

Vonandi fór allt vel med pabba thinn!
Hér ringdi alveg helling í nótt.... vonandi kom eitthvad af thessu til ykkar í naesta landi:)
Og svo er náttúrulega Stella besta myndin ever... vid horfum á thessa mynd systurnar thegar vid hittumst og kunnum hana nú ordid nokkud vel :) Saenskan hans Ladda er best;)