21.11.08

Ennþá brennur mér i muna..

Í ágúst voru 14 ár frá ég flutti frá Íslandi. Það var nú svolítið fyndið hvernig það bar undir. Það var þannig að ég hafði sótt um 3 skóla í Danmörku veturinn 92. Stuttu á eftir keyptu foreldrar mínir íbúð í vesturbæ Reykjavíkur sem var rétt hjá Háskóla Íslands og var hugsað að ég myndi búa þar enda hafði ég í millitíðinni hætt við að fara til Danmerkur. Verslunarmannaföstudaginn þetta sumar fékk ég svo 3 bréf frá Danmörku þar sem mér var tjáð að ég hefði fengið inn í 2 af 3 skólum og ég yrði að gefa svar eftir helgina. Ég var nátturulega hætt við en ákvað nú samt að hugsa málið næstu daga. Við fórum á Foss þessa helgina og var farið á fjöru þar sem ég var að týna flöskur. Á þessum fjörum eru mjög mikið af flöskum og öðru sem rekið hefur á fjöru og í öllu þessu drasli fann ég flösku sem var hálf grafin ofan í sandin sem reyndist vera flöskubréf - frá Danmmörku! Það var semsagt búið að taka ákvörðun fyrir mig og ég var ekkert að efast um að sú ákvörðun væri röng.

Ég hafði aðeins 3 vikur að pakka og redda mér húsnæði nálægt háskólanum í Roskilde en hann er aðeins fyrir utan Roskilde. Ég reddaði mér herbergi á bóndabæ með aðgang að eldhúsi og baði sem var aðeins 20 mín frá skólanum. Eigandinn náði í mig á lestarstöðina daginn sem ég kom og tjáði mér að öll útihúsin hefðu brunnið til kaldra kola vikuna áður og þegar ég kom á áfangastað fékk ég nett sjokk. Langt úti í rassgati var þetta hús með brunarústum allt í kring og helvítis hundkvikindi sem gelti við minnstu stunu. Ekkert var þvottahúsið og 6 km í næsta bæ með þvottahúsi og strætó hætti að ganga kl 17 á daginn!! Glæsilegt. Herbergið var hræðilegt, hafði hvorki útvarp né sjónvarp og ekki með síma. Brúnt gólfteppi, 1 rúm, skrifborð einn skápur, brúnleitir veggir og allt undir súð. Sama kvöld ákvað ég að ganga í skólann svo ég vissi hvað það tæki ca langann tíma. Mikið rétt, rétt rúmar 20 mínutur tók þessi ganga á sveitavegi þar sem ekkert var að sjá nema beljur og hesta. Verð nú að viðurkenna að þarna brotnaði ég alveg. Þarna var ég langt úti í sveit, þekkti enga, langt frá öllum mannabyggðum og hræðileg húsakynni. Ég hugsaði með mér að þetta yrði stutt stopp í útlöndum!

Í þessum döpru húsakynnum bjó ég í heilann mánuð, hef aldrei á æfinni verið eins einmanna og umkomulaus en svona útá við lét ég sem ekkert var. Hugsaði með mér að þetta yrði nú varla verra og gæti þessvegna bara batnað. Ég vildi nátturulega ekki búa þarna lengi og reddaði mér herbergi mánuði seinna inni í KBH, á Amager hjá einstæðri konu þar sem ég hafði ágætt herbergi með sjónvarpi og útvarpi. Enn þekkti ég enga svo að helgarnar hjá mér fóru í að á föstudögum þegar ég kom heim settist ég með sjónvarpsdagskránna í fangið og skrifaði niður allt sem ég gæti séð í sjónvarpinu þá helgina og það var nú ekki lítið því ég var með kabal. Svo horfði ég á sjónvarpið og borðaði take away því aðra hverja helgi mátti ég ekki nota eldhúsið frá 17 á kvöldin því þá var elskhugi konunnar í heimsókn! Rétt fyrir fyrstu jólin mín kynntist ég svo fyrstu íslendingunum, fékk herbergi á Öresundskolleginu og líf mitt tók stökkbreytingum og frábær ár fylgdu með miklum glaum og gleði. Hér er ég enn, að vísu ekki enn í Köben en enn í útlöndum og lítur ekkert út fyrir að vera neitt á leiðinni heim. Þetta stopp varð lengra en ég bjóst við í byrjun dvalarinnar.

Ætlaði nú eiginlega að vera með danskt lag en svo fann ég þetta líka ljúfa lag sem ég hélt upp á hér i den og mér finnst það bara eldast alveg þrælvel. Erþaggi?



Hamingjusama helgi.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ohh, ég elska svona sögur-að heyra hvernig var hjá þér því oft hef ég hugsað um það. Ég fékk svolítið í hjartað að lesa þegar þú brotnaðir saman,maður nær alveg að samsvara sér með það. Ég neita ekkert fleiri svona sögum:) Hafðu það gott um helgina.

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg saga .
Sennilega hafa margir eitthvad álíka ad segja.'
Les stundum bloggid titt,tar sem tú ert svona hjálffraenka
Kvedja frá einni sem er líka í útlöndum

Egga-la sagði...

hvaða leynihálffrænka mín er það?

Valkyrjan sagði...

Þetta var skemmtileg lesning .. maður gæti víst ritað einn svona pistil !

Góða Helgi - Guðrún

Álfheiður sagði...

Skemmtilegar endurminningar en oft ég er nú ánægð með að lífið skuli vera komið í jafnvægi, þótt þessi tími hafi verið skemmtilegur á sínum tíma.
Kveðjur í kotið

Nafnlaus sagði...

èg heiti Ingibjörg og bý í Gautaborg,ég og Ari pabbi tinn erum náskyld,er Mamma Ellenar
Gledileg jól