14.11.08

Jólasveinn

Ég gleymdi alltaf að segja frá þessu. Í sumar þegar við vorum í portugal vorum við að keyra á hraðbrautinni frá flugvellinum og þar er 120 km hraðbraut svo að við keyrðum á fljúgandi hraða. Allt í einu kviknaði ljós inni í bílnum og ég skildi ekki neitt, spurði hvað væri að gerast og allt í einu segir Baltasar að hurðin hans væri opin. Drengurinn hafði opnað hurðina í einhverju óráðskasti. Ég kastaði mér aftur í eins langt og ég komst en ég var enn í belti og reyndi að halda hurðinni á meðan JC keyrði bílinn út í kant svo hægt væri að loka almennilega. Ég ætlaði nátturulega að segja frá þessari æsispennandi en óskemmtilegu reynslu strax eftir sumarfríið en gleymdi því að sjálfsögðu.

Annars heyrði ég fyrsta jólalagið í dag "jólasveinn taktu í húfuna á mér jólasveinn..". Þessir tónar hljómuðu úr herberginu hennar Sögu í morgun. Hún spyr daglega núna hvort jólin séu að koma. Hún er alveg tilbúin. Verður gaman að fara til Íslands um jólin þrátt fyrir kreppu og allt það. Svo keypti ég eina jólagjöf í gær svo að þetta er allt að koma. Æi ég hlakka til að komast í jólaskap, borða leverpostej med sveppum og beikoni, drekka glögg og bara jólast. Notarlegt að sitja í stofunni með kveikt á arninum og borða smákökur og maltesín en ég á 2 malt sem ég er búin að vera að spara til að eiga í desember. Við erum samt búin að ákveða að ekki taka með okkur jólagjafir til Íslands. Við erum boðin til systur JC þann 20 des í fjölskyldujólaboð og ætlum bara að opna norsku jólagjafirnar hjá þeim. Ekkert vit í að vera að fara með gjafir með sér til íslands sem maður fer aftur með heim til sín. (Akkurat núna labbaði lítill hundur undir skrifborðið mitt en nágranni minn hér í vinnunni tekur oft með sér tíkina sína sem heitir Lille Pernille! - smá úturdúr) Já svo er spurningin hvort ég ætti að nenna að vera með jóladagatalsblogg í ár eins og í fyrra.

Lag vikunnar er bæði sætt og skemmtilegt. Er alveg eldgamalt svo ég er ekki viss um hvort ég hafi verið fædd þegar þetta var tekið upp. Er ekki youtube alveg frábært. Mér finnst það. Þetta lag er flutt af manninum sem mér fannst svo skrýtið þegar ég var lítil að gæti sungið svona vel og verið blindur á sama tíma. Guess who!



Góða helgi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jólatalsblogg, já takk. Óperufrásögnin af Sögu kom út á mér tárunum. Takk fyrir það. Kær kveðja í bæinn. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Já Helga mín, merkilegt að geta sungið þótt blindur sé hehe :-)
Minnti mig á þegar ég sat með nokkrum félögum mínum í Drammen fljótlega eftir að ég flutti hingað út og við vorum að spá í hvað við ættum að gera skemmtilegt þann daginn. Einn þeirra var svo óheppinn að missa vinstri hendi af við úlnlið í æsku og í einfeldni minni þegar eitthver stakk uppá að fara í bowling þá sagði ég við vin hans ... "Bowling, en getur Ove það?" ... vinur hans benti mér þá fúslega á þá staðreynd að það nægir að hafa bara eitt stk. hendi til að kasta bowlingkúlunni ... !!!
Fór ég hjá mér ... já, vægast sagt!
Klem frá Lier kæra og bið að heilsa familiunni.

Unknown sagði...

Kíki hér inn annað slagið. Ákvað að kvitta fyrir mig. Gott og gaman að heyra hvað gengur vel.
Kveðja frá Elverum